69. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

29.04.2022

69. fundur

haldinn í Kjarna föstudaginn 29. apríl kl. 16:00

Fundarmenn
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Jón Þórólfsson
Ólína Arnkelsdóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir 
Eyþór Kári Ingólfsson boðaði forföll á síðustu stundu
Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir

Dagskrá:

  • Málefni bókasafns Reykdæla.
  • Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsmála
  • Úthlutun styrkja til menningarmála
  • Málefni fjölmenningar.
  • Önnur mál.

Fundargerð:

Hlynur bauð fundarmenn velkomna á 69. fund félags og menningarmálanefndar. Eyþór Kári Ingólfsson boðaði forföll á síðustu stundu.

  • Málefni bókasafns Reykdæla. Sólborg sagði frá hugmyndum sínum varðandi bókasafnið, útlán á spilum og aðrar framtíðarþróanir. Sólborg lagði það undir nefndina að afskrifa bækur á bókasafni Reykdæla, eyða bókum sem hafa ekki verið teknar í útlán árum saman. Bókasafnið er nýflutt yfir í húsnæði Krílabæjar. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóri ásamt Sólborgu bókaverði fái fagaðila til að meta bækurnar og finna lausn á málinu og tekur vel í hugmyndir Sólborgar um framtíðarþróun bókasafnsins.
  • Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsmála

Ungmennafélagið Bjarmi Fnjóskadal- Starfsemi Bjarma. Samþykkt 300.000 kr.

  • Úthlutun styrkja til menningarmála

Ein umsókn var til menningarmála en var hafnað þar sem hún féll ekki að úthlutunarreglum nefndarinnar.

  • Málefni fjölmenningar. Félags- og menningarmálanefnd tekur undir eftirfarandi bókun sveitastjórnar frá 28. apríl 2022: „Þar sem forsendur samningsins eru það mikið breyttar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að slíta samningnum. Sveitarstjórn leggur til við sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags að ráðinn verði menningarfulltrúi sem fari með menningarmál í sameinuðu sveitarfélagi þar með talið málefni fjölmenninga, móttöku nýrra íbúa og móttöku flóttafólks.“
  • Önnur mál

Fundi slitið.