63. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

20.11.2019

63. fundur

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17:00

Fundarmenn

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Eyþór Kári Ingólfsson

Jón Þórólfsson

Ólína Arnkelsdóttir

Katla Valdís Ólafsdóttir

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri sat fundinn undir
lið 1

Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2020.

2. Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2020

3. Líkamsrækt eldri borgara.

4. Önnur mál.

Hlynur setti fund og fundarmenn velkomna.

Fundargerð:

  1. Fjárhagsáætlun 2020. Lagðar fram tillögur að fjárhagsáætlun 2020, fyrir málaflokkana sem      undir nefndina heyra, æskulýðs- og íþrótttamál, menningarmál, félagsmál.  Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri leiddi nefndina í gegnum fjárhagsáætlun og svaraði spurningum.
  2.  Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2020

Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu: Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin sé óbreytt en gjaldskráin tekur mið af vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.

Gjaldskrá fyrir sundlaugina á Laugum: Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sé óbreytt að öðru leyti en að atvinnurekendur í Þingeyjarsveit geta samið við forstöðumann sundlaugar um afsláttarkjör fyrir starfsmenn sína allt að 1/3 hluta sem greitt er eftirá samkvæmt samkomulagi.

SUNDLAUGIN Á LAUGUM - GJALDSKRÁ 2020

Börn 6-17 ára                         400

Öryrkjar og aldraðir               400

Fullorðnir, 18 ára og eldri      900                            

10 miðar:

Börn                                       3.000

Öryrkjar og aldraðir               3.000

Fullorðnir                                4.000             

Kort:                          

Fullorðnir 3 mán.                   9.000

Fullorðnir 6 mán.                   15.000

Fullorðnir 12 mán.                 26.000

Leiga:                         

Leiga á sundfötum                 500

Leiga á handklæði                 500

Tilboð:

Sund, sundföt og handklæði  1.500

Gjaldskrá fyrir Félagsheimili Þingeyjarsveitar: Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sé óbreytt.

Gjaldskrá  Útleiga á borðbúnaði og áhöldum Félagsheimila í Þingeyjarsveit: Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sé óbreytt.

  1. Líkamsrækt eldri borgara. Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ráð fyrir 300.000 kr í fjárhagsáætlun 2020 til leiðbeiningar í líkamsþjálfun fyrir eldri borgara.
  2. Önnur mál.

Fleira ekki bókað og fundi slitið 19:30