59. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

11.10.2018

59. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 11. október kl. 15:00

Fundarmenn

Hanna Jóna Stefánsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Jón Þórólfsson
Ólína Arnkelsdóttir

Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir

Dagskrá:

1.      Öldungaráð Þingeyjarsveitar – erindisbréf

2.      Ungmennaráð Þingeyjarsveitar – erindisbréf

3.      Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs

4.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs

5.      Önnur mál

Fundur settur  15:10 og formaður býður fundarmenn velkomna.

1.      Erindisbréf öldungaráðs Þingeyjarsveitar. Á síðasta fundi fól formaður Ólínu að vinna uppkast að erindisbréfi öldungaráðs Þingeyjarsveitar. Félags- og menningarmálanefnd fór yfir drög að erindisbréfi og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindisbréfið.

2.      Erindsbréf ungmennaráðs Þingeyjarsveitar. Á síðasta fundi fól félags- og menningarmálanefnd formanni að yfirfara fyrra erindisbréf ungmennaráðs Þingeyjarsveitar. Félags- og menningarmálanefnd fór yfir drög að erindisbréfi og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindisbréfið.

3.      Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs.

Eftirfarandi styrkir voru samþykktir.

Félag eldri borgara Þingeyjarsveit. Boccia. Samþykkt 80.000 kr.

Ungmennafélagið Efling. Körfuboltar. Samþykkt 20.000 kr.

Öðrum umsóknum hafnað.

4.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

Eftirfarandi styrkir voru samþykktir.

Marimbasveit Þingeyjarskóla. Marimba vinnubúðir í Svíþjóð. Samþykkt 500.000 kr.

5.      Önnur mál

Fundi slitið 16:40