58. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

30.08.2018

58. fundur

haldinn Í Kjarna fimmtudaginn 30. ágúst kl. 16:30

Fundarmenn

Hanna Jóna Stefánsdóttir, formaður
Eyþór Kári Ingólfsson
Jón Þórólfsson
Ólína Arnkelsdóttir
Katla Valdís Ólafsdóttir

Fundargerð ritaði: Katla Valdís Ólafsdóttir

Dagskrá:

 1. Fundur settur, kosning varaformanns og ritara.
 2. Erindisbréf félags- og menningarmálanefndar.
 3. Rætt um nefndina og þau málefni sem henni er ætlað að fjalla um.
 4. Stofnun öldungaráðs Þingeyjarsveitar.
 5. Ungmennaráð Þingeyjarsveitar.
 6. Auglýsing umsókna styrkja.
 7. Önnur mál.

 

 1. Hanna Jóna Stefánsdóttir setti fund og bauð nýja nefnd velkomna til starfa.Kosning á varaformanni og ritara. Hanna gerði að tillögu sinni að Katla yrði ritari sem var samþykkt samhljóða.
  Ólína gerði það að tillögu sinni að Jón yrði varaformaður sem var samþykkt samhljóða. 
 2. Erindisbréf félags- og menningarmálanefndar.

 3. Rætt um málefni nefndarinnar

 4. Stofnun öldungaráðs Þingeyjarsveitar, bókað var á fundi sveitarstjórnar 14.júní 2018 að koma á stofn öldungaráði Þingeyjarsveitar og fól sveitastjórn félags- og menningarmálanefnd að setja ráðinu erindisbréf. Rætt var um erindisbréf öldungaráðs og ákveðið að nefndin vinni drög að erindisbréfi og ákveðið að taka það fyrir á næsta fundi. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir starfsmaður sveitarfélagsins kom á fund og kynnti fyrir nefndinni málefni aldraðra.

 5. Ungmennaráð Þingeyjarsveitar – Nefndin ætlar að endurskoða erindisbréf með tilliti til skipan ráðsins. Erindisbréf verður tekið fyrir á næsta fundi.

 6. Auglýsing umsókna styrkja. – Nefndin felur formanni að auglýsa umsóknir styrkja í Hlaupastelpunni og á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur verður til 5.október. 

 7. Önnur mál.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið klukkan 18:35

Katla Valdís ritari.