56. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

20.11.2017

56. fundur

haldinn í Kjarna mánudaginn 20. nóvember kl. 00:00

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir forfallaðist
Jón Þórólfsson
Ingvar Vagnsson
Ari Heiðmann Jósavinsson

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri, sat fundinn undir 2. lið

Fundargerð ritaði: Heiða Guðmundsdóttir

Dagskrá

  1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin
  2. Fjárhagsáætlun 2017. Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri sat fundinn undir 2. lið.
  3. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
  4. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.
  5. Gjaldskrár.

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

 

2. Fjárhagsáætlun 2018:

Lagðar fram tillögur að fjárhagsáætlun 2018, fyrir málaflokkana sem undir nefndina heyra, æskulýðs- og íþrótttamál, menningarmál, félagsmál. Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri leiddi nefndina í gegnum fjárhagsáætlun og svaraði spurningum.

 

3. Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Torfunesfjör. Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Þjálfa. Samþykkt 250.000 kr.

Ungmennafélagið Bjarmi Fnjóskadal. Samþykkt 200.000 kr.

 

4. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

Ljósvæðum Leikfélagið Eflingu Samþykkt 400.000 kr.

Rennt og skapað úr við, Kormákur Jónsson. Samþykkt 100.000 kr.

 

5. Gjaldskrár

a) Gjaldskrár fyrir heimaþjónustu lögð fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin sé óbreytt en gjaldskráin tekur mið af vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.

b) Gjaldskrár fyrir félagsheimili lögð fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin hækki um 2,7%.

c) Gjaldskrá sundlaugarinnar á Laugum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskránni verði breytt; börn 6.-17. ára 400 kr, öryrkjar og aldraðir 400 kr, fullorðnir 18 ára og eldri 900 kr.

Börn 10 miðar 3000 kr, öryrkjar og aldraðir 10 miðar 3000 kr, fullorðnir 10 miðar 4000 kr. 

Kort fullorðnir 3 mánaða 9000 kr, kort fullorðnir 6 mánaða 15.000 kr, kort fullorðnir 12 mánaða 26.000, leiga á sundfötum og handklæðum 500 kr stykkið. 

Tilboð: sund, sundföt og handklæði 1500 kr.

d) Gjaldskrá dagforeldra. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin fylgi gjaldskrár breytingum leikskóla.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 17.45

 Heiða