55. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

31.08.2017

55. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 31. ágúst kl. 16:00

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir
Jón Þórólfsson
Kristrún Kristjánsdóttir í fjarveru Ara Heiðmanns Jósavinssonar
Ingvar Vagnsson forfallaðist

Starfsmenn

Íris Bjarnadóttir umsjónarmaður sundlaugarinnar á Laugum fundinn undir 1. lið 
Anita Karin Guttesen formaður HSÞ fundinn undir 2. lið.

Fundargerð ritaði: Hildur Rós Ragnarsdóttir

Dagskrá

  1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.
  2. Sundlaugin Laugum.
  3. Erindi frá sveitarstjórn 22. ágúst 2017, æskulýðs-og íþróttafulltrúi.
  4. Auglýsing umsókna styrkja.
  5. Landsfundur um jafnréttismál 2017

 

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. Sundlaugin á Laugum.  Íris Bjarnadóttir forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum ræddi um starf síðasta árs. Nokkuð góð aðsókn í sumar en fór mikið eftir veðri. Rétt um 12.000 gestir komu frá maí fram til mánaðarmóta ágúst/september og þar af um 6000 í júlí. Barnasvæðið er komið á viðhald, telur nefndin mikilvægt að farið verði í umbætur þar og horft til þess við gerð næstu hjárhagsáætlunar. Nefndin þakkar Írisi kynninguna sem og velunnin störf. 

3. Tekið fyrir erindi frá 220. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2017 um æskulýðs-og íþróttafulltrúa.  Umræður við Anitu Karin Guttesen um samstarf við Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ).

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við HSÞ um að sameginlegan starfsmann. Mundi sá starfsmaður sinna starfi æskulýðs- og íþróttafulltrúa í 50% starfshlutfalli. Aðaláherslur í starfi verði t.d. og m.a. að virkja ungmennaráð og starfa með því, vinna að íþróttamálum, starfa við félagsmiðstöðvar í grunnskólunum og sjá um vinnuskóla.

4. Auglýsing umsókna styrkja.  Nefndin samþykkir að  auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni var  falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja.  Umsóknarfrestur verði til og með 9. október  2017. 

5. Landsfundur um jafnréttismál 2017. Fundurinn verður haldinn í Stykkishólmi föstudaginn 15. september. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á landsfundinn ásamt þeim sem fara með jafnréttismál í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 17.50