54. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

06.04.2017

54. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 06. apríl kl. 15:00

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir
Jón Þórólfsson
Ingvar Vagnsson
Ari Heiðmann Jósavinsson

Starfsmenn

Jónas Halldór Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda, sat fundinn undir 2. lið.


Fundargerð ritaði: Hildur Rós Ragnarsdóttir

Dagskrá

 1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.
 2. Vinnuskólinn.
 3. Auglýsing styrkja.
 4. Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.
 5. Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs.
 6. Önnur mál

 

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2.  Vinnuskólinn. Jónas Halldór Friðriksson segir frá hugmyndum sínum varðandi vinnuskólann í sumar. Hans hugmyndir er að hafa einhverjar forvarnir og /eða fræðslu fyrir unglingana samhliða vinnu og þá í samvinnu við Norðurþing. Einnig eru hugmyndir að bjóða öðrum unglingum í sveitarfélaginu að taka þátt i fræðslunni eða viðburðunum. Búið er að auglýsa eftir starfsmanni í samvinnu með Eflingu til að hafa umsjón með vinnuskólanum ásamt öðrum verkum.

3.  Auglýsing umsókna styrkja.  Nefndin samþykkti í tölvupósti 6.03. 2017 að  auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni var  falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja.  Umsóknarfrestur verði til miðnættis 27. mars 2017.

4Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs:

 • Vorfagnaður Karlakórsins Hreims. Samþykkt kr. 150.000.  
 • Söngfélagið Sálubót. Samþykkt kr. 150.000.
 • Gamli barnaskólinn, Skógum, fræðsluefni og ljósmyndir. Samykkt kr. 100.000.
 • Málverkasýning. Gunnhildur Ingólfsdóttir. Samþykkt kr. 100.000.

 Öðrum umsóknum hafnað.

5.   Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs:

 • Ungmennafélagið Bjarmi. Rekstur Ungmennafélagsins Bjarma. Samþykkt kr. 200.000
 • Æskulýðsstarf Þjálfa. Samþykkt kr. 150.000.
 • Körfubolti. Tryggvi Snær Hlinason. Samþykkt kr. 100.000.

6. önnur mál

 • Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið styrki barna og unglingastarf, 18 ára og yngri, á vegum ungmennafélaganna á svæðinu. Skipulagðar æfingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins á vegum ungmennafélagana verði þeim að kostnaðarlausu.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 16:35