49. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

19.04.2016

49. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 49
Dags. 19.4.2016

49. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 19.04.2016


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttir

Jón Þórólfsson

Ingibjörg Stefánsdóttir í fjarveru Ingvars Vagnssonar

Ari Heiðmann Jósavinsson

Hildur ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

Dagskrá

1.      Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.

2.      Auglýsing styrkja.

3.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

4.      Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs.

5.      Jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar.

6.      Reglur fyrir úthlutun styrkja. 

7.      Sundlaugin Laugum.

 

1.  Fundargerð       

Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2.   Auglýsing umsókna styrkja. 

Nefndin samþykkti í tölvupósti 10.03. 2016 að  auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni var  falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja.  Umsóknarfrestur verði til miðnættis 13.apríl 2016.

3.   Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs:

·         Vorfagnaður Karlakórsins Hreims. Samþykkt kr. 150.000

·         Skógræktarfélag S-Þingeyinga. Fræðsluskilti við Emblutré í Fossselsskógi. Samþykkt kr. 65.000

·         Skógræktarfélag Fnjóskdæla. Fræðsluskilti við áningarrjóður á Hálsmelum. Samþykkt kr. 65.000

4.   Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs:

·         Ungmennafélagið Bjarmi v. Bjarmavallar. Samþykkt kr. 100.000

·         Ungmennafélagið Geisli v. umhirðu íþróttavallar. Samþykkt kr. 100.000

·         Ungmennafélagið Eining v. lagfæringar á íþróttavelli. Samþykkt kr. 100.000

·         Hafdís Sigurðardóttir. Leiðin á Ólympíuleikana. Samþykkt kr. 200.000

5.   Umræður um jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar.

 Jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar endurskoðuðu og lagfærð. Nefndin leggur áherslu á að aðgerðaráætlun fari í gang svo úttektir geti farið fram fyrri hluta árs 2017.

6. Umræður um reglur fyrir úthlutun styrkja.     

7.      Sundlaugin Laugum.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki viðauka verðskrár sundlaugarinnar á Laugum.

Viðaukinn hljóðar upp á: börn 6-15 ára, 1 mánaðar handhafakort 2000 kr, 3 mánaða handhafakort 4500 kr.  Fullorðnir 16-66 ára 1 mánaðar handhafakort 3500 kr. 67 ára og eldri, öryrkjar 1 mánaðar handhafakort 2000 kr og 3 mánaða handhafakort 4500 kr. 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.55