47. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

29.10.2015

47. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 47
Dags. 29.10.2015

47. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 29.10.2015


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttir

Jón Þórólfsson

Ingvar Vagnsson

Ari Heiðmann Jósavinsson

Elfa Bryndís Kristjánsdóttir ritari sat fundinn undir 2. lið

Elín Eydís Friðriksdóttir forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum sat fundinn undir 3. lið

Hildur ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

Dagskrá

1.      Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin.

2.      Elfa Bryndís Kristjánsdóttir gerir grein  fyrir stöðu á heimaþjónustu og tómstundastarfi aldraðra.

3.      Elín Eydís Friðriksdóttir forstöðumaður  ræðir um Sundlaugina á Laugum 

4.      Auglýsing styrkja.

5.      Umræður um gjaldskrár.

6.      Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs.

7.      Úthlutun styrkja til íþrótta og æskulýðsstarfs.

8.      Önnur mál.

 

Fundargerð

1.         Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar. 

2.      Elfa Bryndís Kristjánsdóttir mætir á fundinn og kynnir málefni eldri borgara. Elfa fer yfir það hvernig Opið hús aldraðra hefur þróast í gegnum árin. Opið hús á sér 20 ára sögu í sveitarfélaginu en hefur verið í núverandi mynd síðan 2008. Þá er opið hús í hverri viku yfir vetrartímann  til skiptis í Stórutjarnaskóla, Seiglu- miðstöð sköpunar og Þingeyjarskóla. Elfa talar um flutning opins húss úr Breiðumýri í Seiglu. Almenn ánægja með það, hefur marga kosti, t.d. maturinn er á staðnum og nálægð er við leikskólann. Einnig talar Elfa um áhuga sinn að auka hreyfingu eldri borgara í tengslum við opið hús. Starfið rætt og almenn ánægja fundarmanna með fjölbreytt og gott starf. Einnig gerir Elfa grein fyrir stöðu heimaþjónustunnar. Umræður um framtíðarsýn í heimaþjónustunni. Aukin þörf er fyrir þessa þjónustu í sveitarfélaginu. 

3.       Elín Eydís forstöðumaður sundlaugarinnar á Laugum ræddi við nefndina um hugmyndir tengdar  sundlauginni. Gjaldskrá sundlaugarinnar skoðuð og gerðar tillögur að breytingum. Nefndin þakkar henni vel rökstuddar hugmyndir og mun skoða þær nánar. 

4.       Auglýsing umsókna styrkja.  Nefndin samþykkti í tölvupósti að  auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkja til lista- og menningarstarfs annars vegar og íþrótta- og æskulýðsstarfs hins vegar. Formanni var  falið að auglýsa eftir umsóknum styrkja.  Umsóknarfrestur verði til miðnættis 28. október 2015.

5.      Umræður um gjaldskrár.

6.         Úthlutun styrkja til lista- og menningarstarfs:

·         Opnunarsýning í Listasmiðjunni á Laugum. Anita Karin Guttesen. Samþykkt 50.000 kr.

·         Leikritun og tónlistarsmíð fyrir leikverk leiknefndar Eflingar 2016. Samþykkt 180.000 kr.

·         Aldarminning Fikka á Halldórsstöðum (Friðriks Jónssonar tónskálds) Samþykkt 150.000 kr.

·         Jólatónleikar Frostpinnanna 2016. Samþykkt 50.000 kr.

·         Afmælistónleikar Karlakórsins Hreims. Samþykkt 70.000 kr.

Öðrum umsóknum var hafnað.

7 .  Úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs:

·         Búnaðarkaup bogfiminefndar Umf. Eflingar fyrir börn. Samþykkt 50.000 kr.

·         Tryggvi Snær Hlinason. Körfubolti. Samþykkt. 100.000 kr.

·         Ungmennafélagið Bjarmi. Samþykkt 200.000 kr.

·         Skákkennsla í Þingeyjarsveit. Samþykkt 100.000 kr.

Öðrum umsóknum var hafnað.

8. Önnur mál.

A.    Umræða um Laugavöll, umgengni á og við hann.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.50

 Hildur Rós