46. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

22.06.2015

46. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 46
Dags. 22.6.2015


46. fundur

Félags- og menningarmálanefndar

haldinn á Fosshóli mánudaginn 22. júní klukkan 11:00


Fundinn sátu:

Heiða Guðmundsdóttir

Hildur Rós Ragnarsdóttur

Jón Þórólfsson

Ingibjörg Stefánsdóttir í fjarveru Ingvars Vagnssonar

Ari Heiðmann Jósavinsson

Hildur Rós ritaði fundargerð

Dagskrá

1.      Fundur settur

2.      Umræður um félagsheimili sveitarfélagsins

Fundargerð

Áður en formleg dagskrá hófst fóru nefndarmenn í Ljósvetningabúð. Húsvörður sýndi nefndarmönnum húsakynni.

  1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn.
  2.  Félags- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að kannaðir verði möguleikar á að leigja út félagsheimili sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að auka rekstur og nýtingu á húsunum. Mikilvægt er að aðkoma íbúa og félagasamtaka sem nýta húsin verði tryggð.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl 13:00

Hildur Rós, ritar