39. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

18.02.2014

39. fundur

Félags- og menningarmálanefnd, fundur nr. 39

Dags. 18.2.2014

Félags- og menningarmálanefnd

39. fundur

í Kjarna þriðjudaginn 18. febrúar  2014 kl. 17:00

Mætt voru: Arnór Benónýsson, Hildur Rós Ragnarsdóttir,  Sigrún Jónsdóttir og Haraldur Bóasson, Rósa Ösp Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð .  Að auki sat  Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri  fundi nefndarinnar.

Arnór setti fund kl. 17:00 og bauð alla aðila velkomna.

  1. Auglýsing styrkumsókna:

Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum  vegna styrkja til  lista- og menningarstarfs og íþrótta- og æskulýðsstarfs.  Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir styrk umsóknum og umsóknarfrestur verði til miðnættis  31. mars.

  1. Önnur mál:

a)      Bókamarkaður í tengslum við sveitarstjórnarkosningar. 

Nefndin samþykkir að haldinn verði bókamarkaður í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 31. maí og 1.júní í Ljósvetningabúð.  Sveitarstjóra falið að  útvega fólk til að  sjá um framkvæmdina.

b )  Æskulýðs- og  tómstundafulltrúi.    Auglýst var í haust eftir umsóknum um  starfið og er Dagbjört að vinna  að málinu. 

c)  Forstöðumaður  sundlaugar á Laugum: 

      Fimm umsóknir bárust en  núverandi forstöðumaður lætur af störfum 1.apríl.

Fleira ekki gert, fundi slitið 18.15.

Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, ritari.