Fundargerð
Byggðarráð
02.10.2023
6. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna mánudaginn 02. október kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Formaður byggðarráðs setti fund og óskað eftir að taka á dagskrá afmælishátíð Reykjahlíðarskóla og breyta röðun dagskrár. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Trúnaðarmál - 2310012 |
|
Fært í trúnaðarbók. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Reykjahlíðaskóli - 30 ára afmælishátíð - 2310016 |
|
Sólveig Jónsdóttir og Ólöf Þuríður Gunnarsdóttir komu til fundar gegnum fjarfundabúnað og kynntu hugmyndir að dagskrá afmælishátíðar Reykjahlíðarskóla. |
||
Byggðarráð þakkar Sólveigu og Ólöfu fyrir komuna á fundinn og lýsir ánægju sinni með fyrirhugað afmælishald. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Seigla - 2308010 |
|
Bjarni Reykjalín og Valþór Brynjarsson komu til fundar og kynntu stöðu hönnunar. |
||
Byggðarráð þakkar Bjarna og Valþóri greinargóða yfirferð og er þeim falið að ljúka uppfærðri hönnun og undirbúa útboð í samræmi við umræður á fundinum |
||
Kynnt |
||
|
||
4. |
Félag eldri Mývetninga - endurbygging sundlaugar - 2310004 |
|
Lagt fram erindi frá Félagi eldri Mývetninga þar sem félagið óskar eftir því við sveitarstjórn að hún hefji nú þegar undirbúning að endurreisn sundlaugarinnar í Reykjahlíð. |
||
Byggðarráð þakkar Félagi eldri Mývetninga erindið og kallar eftir gögnum sem til erum um sundlaugarmál í Reykjahlíð. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Aflið - Styrkbeiðni - 2309118 |
|
Lagt fram bréf frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis dags. 28. september sl. |
||
Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Útivistarstígur við Staðarbraut - 2309121 |
|
Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Þjálfa þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af umferð hestamanna um Staðarbraut. Leggur hestamannafélagið til að gerður verði stígur meðfram Staðarbrautinni til að tryggja öryggi hestamanna á þessari leið. Hestamannfélagið Þjálfi leitar til Þingeyjarsveitar um leiðbeiningar varðandi leyfismál í tengslum við áðurnefnda stígagerð ásamt aðkomu að gerð stígsins. |
||
Í vinnu við nýtt aðalskipulag er gert ráð fyrir reiðleið um Staðarbraut. Þegar nýtt aðalskipulag hefur verið samþykkt er möguleiki á að sækja um í reiðvegasjóð Vegagerðarinnar. |
||
|
||
7. |
Mývetningur - Íþróttaheimili Mývetnings - 2310006 |
|
Lagt fram minnisblað frá Mývetningi íþrótta- og ungmennafélagi þar sem fram kemur að starf Mývetnings hafi verið í miklum vexti síðustu ár og þar megi helst nefna endurreisn skíðadeildarinnar, gerð klifurveggs í ÍMS sem talin er vera einn af bestu æfingar klifurveggjum landsins. Einnig er hafin vinna við lagfæringar á frjálsíþróttavelli/fótboltavelli í Reykjahlíð. |
||
Byggðarráð þakkar Mývetningi erindið. Áður en byggðarráð tekur formlega afstöðu til erindisins felur það sveitarstjóra að afla ganga frá sveitarfélögum sem hafa farið þessa leið við rekstur íþróttamannvirkja. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Greið leið - aðalfundaboð - 2310001 |
|
Lagt fram boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður 13. október nk. á Akureyri, ásamt ársreikningi félagsins. |
||
Byggðarráð felur Knúti Emil Jónassyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Tillaga til þingsályktunar - 982. mál 153. löggjafarþing - 2309119 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsettur 29. september 2023 þar sem sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 182. mál. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um frest til að skila inn umsögn um málið. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Fjárhagsáætlun 2024 - 2310007 |
|
Lögð eru fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið. |
||
Lagt fram |
||
|
||
11. |
Þjónustustefna 2024 - 2310010 |
|
Lagðar eru fram leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu fyrir sveitarfélög sem unnin er af Byggðastofnun fyrir innviðaráðuneytið. |
||
Lagt fram |
||
|
||
12. |
Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls - 2309113 |
|
Lögð fram til kynningar Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.