26. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

05.09.2024

26. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 05. september kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Formaður setti fund og óskað eftir að bæta á dagskrá undir lið 6 erindi frá tónlistardeild Stjórutjarnaskóla, sem lið 7 erindi frá foreldrafélagi Tjarnaskjóls og sem lið 9 til kynningar tímalína fjárhagsáætlunargerðar.
 
Dagskrá:
 
1. Tilnefning í starfshóp um málefni Dvalarheimilis aldraðra - 2408035
Lagt fram bréf frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra þar sem óskað er eftir tilnefningu í starfshóp sem ætlað er að skoða leiðir (sviðsmyndir) um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra, nánar tiltekið Hvamms, með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Byggðarráð leggur til að Knútur Emil Jónasson verði fulltrúi Þingeyjarsveitar í starfshópnum.
Samþykkt
 
2. Óstaðbundin störf í Þingeyjarsveit - 2409004
Nýverið tilkynntu stjórnvöld að ákveðið væri að veita styrki til að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni. Í tilkynningunni kemur fram að ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu geti sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin sörf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins.
 
Í Þingeyjarsveit eru mikil tækifæri í fjölgun óstaðbundinna starfa. Góð aðstaða er til staðar í Gíg í Mývatnssveit og nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Einnig er aðstaða fyrir óstaðbundin störf á Stórutjörnum.
Byggðarráð fagnar þeirri áherslu að fjölga eigi staðbundnum störfum á landsbyggðinni. Öflugur kjarni opinberra stofnana er í Gíg í Mývatnssveit og mikil tækifæri til að fjölga störfum þar og á fleiri stöðum í sveitarfélaginu, í nálægð við auðlindir og náttúru.
Byggðaráð hvetur stofnanir ríkis á borð við Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafnið, Hagstofu Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Orkustofnun, Persónuvernd, Þjóðskrá svo eitthvað sé nefnt til að skoða þau tækifæri sem felast í óstaðbundnum störfum í Þingeyjarsveit. Einnig hvetur byggðarráð þær stofnanir sem þegar eru í sveitarfélaginu að nýta tækifærið og efla sína starfsemi í Þingeyjarsveit.
 
Byggðarráð hvetur einnig opinber hlutafélög til að skoða möguleika á að staðsetja störf í Þingeyjarsveit.
 
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna aðstöðu fyrir óstaðbundin störf fyrir ríkisstofnunum.
 
3. Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum leikskóladeildar - 2409005
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá starfsmönnum leikskólans Tjarnaskjóls varðandi húsnæðismál leikskólans.
Byggðarráð þakkar starfsfólki leikskólans fyrir greinargerðina og rökstuðning henni fylgjandi.
Samþykkt
 
4. Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar Stórutjarnaskóla - 2409006
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar Stórutjarnaskóla varðandi húsnæðismál Tjarnaskjóls.
Byggðarráð þakkar kennurum og starfsfólki skólans framlagða greinargerð og rökstuðning henni fylgjandi.
Samþykkt
 
5. Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur - 2404058
Á 24. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að boða til fundar vegna rýni á tillögum, fundað var 2. september sl. þar sem skólastjóra var falið að afla rökstuðnings vegna tillagna A og D. Fyrir fundinum liggur greinargerð frá stjórnendum skólans.
Byggðarráð þakkar stjórnendum fyrir greinargerðina og meðfylgjandi rökstuðning.
Byggðarráð leggur til að unnið verði áfram með tillögu A í samræmi áherslur stjórnenda og starfsmanna deildanna sem varanlegt húsnæði fyrir Tjarnaskjól.
Samþykkt
 
6. Húsnæðismál tónlistardeildar Stórutjarnaskóla - 2409007
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá starfsmönnum tónlistardeildar Stórutjarnaskóla varðandi húsnæðismál tónlistardeildarinnar.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum tónlistardeildar erindið. Ekki er gert ráð fyrir að starfsemi tónlistardeildar breytist samkvæmt samþykkt byggðarráðs um val á tillögu um varanlegt húsnæði Tjarnaskjóls.
 
7. Erindi frá foreldrafélagi Tjarnaskjóls - húsnæðismál leikskólans - 2409011
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Stórutjarnaskóla og Tjarnaskjóls þar sem foreldrafélagið fer fram á að vera boðið til samtals um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði skólans.
Byggðarráð þakkar foreldrafélagi Tjarnaskjóls erindið.
Í samræmi við bókun undir dagskrárlið 5 felur byggðarráð sveitarstjóra að senda tillögu A til kynningar hjá foreldrafélagi Tjarnaskjóls.
Samþykkt
 
8. Breyting fundartíma byggðarráðs - 2305033
Formaður leggur til að reglulegir fundir byggðarráðs hefjist hér eftir kl. 13:00 í stað kl. 9:00. Fundir byggðarráðs verða samkvæmt fundadagatali staðfestu af sveitarstjórn.
Kynnt
 
9. Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016
Lögð er fram til kynningar tímalína fjárhagsáætlunargerðar.
 
10. Mývatn ehf. - Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis - 2408046
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um tímabundið áfengisleyfi vegna veitingasölu Mývatns ehf. kt. 520491-1399 í flugskýli Mýflugs á Reykjahlíðarflugvelli þann 21. september frá kl. 12-23.30.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sveitarstjóra að leita eftir staðfestingu sveitarstjórnar í tölvupósti.
Samþykkt
 
 
Fundi slitið kl. 09:55.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.