Fundargerð
Byggðarráð
08.08.2024
25. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 08. ágúst kl. 09:00
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Margrét Hólm Valsdóttir
Formaður setti fund og óskað eftir að taka á dagskrá sem lið 5, Hellar við Jarðböðin - friðlýsing og sem lið 8, Ferðafélag Akureyrar - umsókn um gistileyfi Flokkur II-E fjallaskáli - Drekagil. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Hverfjall, friðlýsing - breyting á afmörkun - 2405000 |
|
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á friðlýsingarskilmálum við Hverfjall. |
||
Dagbjört Jónsdóttir kom til fundar í gegnum Teams og fór yfir vinnu starfshóps um breytingu á friðlýsingarskilmálum við Hverfjall. Byggðarráð felur formanni og staðgengli sveitarstjóra að vinna drög að umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga en frestur til að senda inn umsagnir er til 13. ágúst nk. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Göngu- og hjólastígur - 2308015 |
|
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem þeir tilkynna sveitarfélaginu að þeir hyggist synja umsókn sveitarfélagsins um breytta hönnun stígsins. Umhverfisstofnun metur því að rétt sé að halda sig við fyrri hönnun og gera brú yfir jaðar tjarnarinnar. |
||
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að svara erindinu og vinna málið áfram. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna - 2407009 |
|
Lögð fram drög að framlengingu á samningi við Norðurþing um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, samkv. lögum nr. 86/2021, til áramóta 2024/2025. |
||
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Ráðning leikskólastjóra í Þingeyjarskóla - 2408002 |
|
Starf leikskólastjóra í Þingeyjarskóla var auglýst í júní sl. með umsóknarfresti 28. júní sl. Ein umsókn barst. |
||
Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn málsins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Nönnu Marteinsdóttur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Hellar við Jarðböðin - friðlýsing - 2408004 |
|
Fyrir byggðarráði liggur boð frá Umhverfisstofnun um sæti í samstarfshópi um friðlýsingu hellis við Jarðböðin í Mývatnssveit. |
||
Byggðarráð fagnar því að undirbúningur að friðlýsingu hellis við Jarðböðin í Mývatnssveit sé hafinn enda er hellirinn einstakur á heimsvísu en þar er að finna jarðhitaútfellingar sem hafa verið ósnertar í þúsundir ára. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Seigla - 2308010 |
|
Valþór Brynjarsson byggingarstjóri kom til fundar og fór yfir stöðu framkvæmda í nýju stjórnsýsluhúsi. |
||
Byggðarráð þakkar Valþóri fyrir greinargóða yfirferð um stöðu framkvæmda og ítarlega skoðunarferð um verðandi stjórnsýsluhús. |
||
Kynnt |
||
|
||
7. |
Ferðafélag Akureyrar - umsókn um gistileyfi flokkur II-E fjallaskáli - 2407006 |
|
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Ferðafélags Akureyrar kt. 670574-0249 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - E fjallaskáli. Staðsetning skálans er í Bræðrafelli. Fasteignanúmer: F2352602. Um er að ræða skála sem rúmar 16 gesti í gistingu. |
||
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Ferðafélag Akureyrar - umsókn um gistileyfi flokkur II-E fjallaskáli - Drekagil - 2408003 |
|
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Ferðafélags Akureyrar kt. 670574-0249 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III - E fjallaskáli. Staðsetning skálans er í Dreka við Drekagil. Fasteignanúmer: Drekagil 1B - F2505366. Um er að ræða tvo skála - annar rúmar 40 gesti í gistingu og hinn rúmar 15 gesti í gistingu ásamt sal í skálanum Víti sem rúmar 50 gesti í veitingar. |
||
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2303041 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 30. maí sl. og fundargerð aðalfundar sem haldinn var sama dag. |
||
Kynnt |
||
|
||
10. |
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. |
||
Kynnt |
||
|
||
11. |
Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142 |
|
Lög fram til kynningar fundargerð samtaka orkusveitarfélaga frá 21. júní sl. |
||
Kynnt |
||
|
||
12. |
Aðalfundur - Fundagerð Dvalarheimilis aldraðra - 2407007 |
|
Lögð fram fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra ásamt ársreikningi og fylgigögnum. |
||
Kynnt |
||
|
||
13. |
Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur - 2407004 |
|
Lögð fram til kynningar ný þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og forsendur hennar. |
||
Kynnt |
||
|
||
14. |
Aðalfundur 2024 - Tjarnir hf. - 2408001 |
|
Lagt fram fundarboð á aðalfund Tjarna ehf. sem haldinn var 18. júlí sl. og bréf frá oddvita þar sem Arnóri Benónýssyni var falið að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Kynnt |
||
|
||
15. |
Minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 2407003 |
|
Lagt fram fram minnisblað um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og framlög til sveitarfélaga í tengslum við samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. |
||
Kynnt |
||
|
||
16. |
Tilkynning frá stjórn Mýsköpunar - ráðning framkvæmdastjóra - 2407013 |
|
Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Mýsköpunar þar sem tilkynnt er um ráðningu nýs framkvæmdastjóra, Ingólfs Braga Gunnarssonar og kemur hann til starfa í byrjun september. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.