24. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

04.07.2024

24. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 04. júlí kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eyþór Kári Ingólfsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Byggðarráð - 2305033
Lagt fram til kynningar erindisbréf byggðarráðs.
Formaður bauð nýjan byggðarráðsfulltrúa velkomin til starfa á nýju starfsári byggðarráðs.
Lagt fram
 
2. Garðsveita - fyrirkomulag - 2406054
Sigurður Hálfdánarson kom til fundar við sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna fyrirkomulags um rekstur á Garðsveitu. Rekstrarform Garðsveitu hefur verið óformlegt fram til þessa og óskaði Sigurður eftir aðkomu sveitarfélagsins að utanumhaldi um reksturinn. Allnokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við veituna og fór Sigurður yfir þær á fundinum.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lögfræðingi sveitarfélagsins að skoða hvernig rekstri á kaldavatnsveitunni Garðsveitu verði best fyrirkomið innan sveitarfélagsins og kynna fyrir eigendum veitunnar.
Samþykkt
 
3. Reykjahlíðarþorp - áhættumat vegna jarðhræringa - 2405001
Lagt fram minnisblað frá Ármanni Höskuldssyni um gerð áhættumats varðandi mögulega náttúruvá af völdum eldgosa og jarðhræringa í sveitarfélaginu.
Byggðarráð telur mikilvægt að kannaðir verði til hlýtar landnotkunarmöguleikar í Reykjahlíðaþorpi og nærumhverfi í samstarfi við landeigendur og hagaðila.
 
Byggðarráð felur formanni skipulagsnefndar og sveitarstjóra að vinna málið áfram og leita eftir samstarfi við Almannavarnir og aðra hagaðila um verkefnið.
Samþykkt
 
4. Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur - 2404058
Á 22. fundi byggðarráðs þann 6. júní sl. var sveitarstjóra, sviðsstjóra og byggingarfulltrúa falið að kalla eftir sjónarmiðum hagaðila í Stórutjarnaskóla á tveim tillögum að hönnun leikskóla í Stjórutjarnaskóla.
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá skólastjóra og deildarstjórum leikskóladeildar.
Byggðaráð fór yfir sjónarmið stjórnenda Tjarnaskjóls ásamt því að fara yfir tillögur A og D að nýju. Byggðarráð telur að tillögur A og D þurfi frekari rýni varðandi starfsmannaaðstöðu og aðkomu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til fundar vegna málsins.
Samþykkt
 
5. Mývatn ehf. - beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - 2406056
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar erindi frá embætti Sýslumannsins á Suðurlandi vegna umsóknar Mývatns ehf. kt. 520491-1399 um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Skútustöðum 2C fnr. 221-5421. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi.
Samþykkt
 
6. Beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Þeistareykjum - 2406057
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni um umsókn Landsvirkjunar um leyfi til aukinnar nýtingar á jarðhita á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að leita álits hjá löfræðingi sveitarfélagsins og gera drög að umsögn í samráði við sveitarstjóra og byggðarráð.
 
 
 
Samþykkt
 
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 949. og 950. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. og 21. júní sl.
Kynnt
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 11:00.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.