2. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

10.08.2023

2. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Skólaakstur 2023-2026 útboð - 2306049

 

Þann 29. júní sl. var auglýst eftir tilboðum í skólaakstur fyrir skólaárin 2023-2026. Um var að ræða níu akstursleiðir. Bárust 18 tilboð í leiðirnar frá tíu aðilum. Einn aðili féll frá tilboði sínu í leið 5, Aðaldalur norður. Á fyrsta fundi byggðarráðs þann 27.7.2023, var verkefnisstjóra fjölskyldumála falið að auglýsa þá leið að nýju skv. skilmálum útboðslýsingar.

 

Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn útboðsins, aðdraganda, undirbúning og framkvæmd.

Niðurstaða útboðs á skólaakstri fyrir Þingeyjarsveit leið 5 (Aðaldalur norður- Þingeyjarskóli) sem var boðin út að nýju þar sem lægstbjóðandi féll frá tilboði.
Tvö tilboð bárust í leið 5. Fjallasýn tilboð í ekinn km. 1.631 kr. Inga litla ehf. tilboð í ekinn km. 1.631 kr.

Að loknum biðtíma útboðs samkvæmt 1. mgr. 86 gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 verður gengið til samninga við Fjallasýn á grundvelli mats sem er byggt á skilmálum útboðsins samkvæmt 1.0.3 gr. Gildistími samninga er frá byrjun skólaárs haustið 2023 til og með loka skólaárs vorið 2026 í samræmi við útboðsgögn.

 

   

2.

Vinnuvélar Smára ehf. - Umsagnarbeiðni rekstur gististaðar flokkur II-H -Skógarmelur 1 - 2307029

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 11. júlí sl. þar sem Vinnuvélar Smára ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H Skógarmel

 

Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 er fjallað um frístundabyggð í landi Skóga 1, Skógarmel 1,
Í deiliskipulagi sumarhúsalóða í landi Skóga frá árinu 2011 með áorðnum breytingum er lóðin Skógarmelar 1 merkt á uppdrátt og vitnað í greinargerð þar sem ekki er getið til um heimild til gistireksturs. Ekki hafa fundist fordæmi um útgáfu gistileyfa í frístundabyggð í landi Skóga.
Þar sem ekki er að finna skýra skilmála um heimild til gistireksturs í aðal- eða deiliskipulagi fyrir svæðið leggst byggðarráð gegn útgáfu rekstrarleyfisins.

 

Samþykkt

 

   

3.

Lausaganga búfjár - kvörtun - 2308002

 

Lagður fram tölvupóstur dags 31. júlí sl. frá Hildi Vésteinsdóttur þar sem hún kvartar yfir lausagöngu búfjár í Reykjahlíðaþorpi.

 

Sveitarstjórn þakkar Hildi erindið. Í ljósi umræðna undanfarnar vikur um smölun ágangsfjár er ljóst að réttaróvissa er um hvaða reglur gildi varðandi skyldur sveitarfélaga samanber álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11167/2021 og áliti innviðaráðuneytisins í máli 22050047. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá álit lögfræðings sveitarfélagsins hvað varðar erindið.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 14:15.