Fundargerð

Fundargerð

Brunavarnanefnd

01.11.2018

Fundargerð

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. nóvember kl. 09:30

Fundarmenn


Arnór Benónýsson

Dagbjört Jónsdóttir

Þorsteinn Gunnarsson

Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri

Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri

Dagskrá:

 

1. Erindisbréf brunavarnanefndar

Sveitarstjórar lögðu fram drög að erindisbréfi fyrir brunavarnanefndina.

Nefndin samþykkir erindisbréfið samhljóða og vísar til staðfestingar sveitarstjórnanna.

2.   Vaðlaheiðargöng

  1. Samningur Þingeyjarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um forræði ganganna sjá 6. gr. reglugerðar 614/2004  Reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum.

Ganga þarf frá samningum milli sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps þar sem Vaðlaheiðagöngin liggja á milli, um hvort sveitarfélagið fer með forræðið í göngunum. Slökkviliðsstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram drög fyrir næsta fund.

  1. Samningur Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar við slökkvilið Akureyrar varðandi útköll slökkviliðs.  Sjá 2. mgr. 6 gr. Reglugerðar 747/2018.
  2. Samningar við önnur sveitarfélög vegna ákvæða í reglugerð 747/2018

Ganga þarf frá samningum við slökkviliðin á Grenivík, Norðurþingi, Akureyri og Brunavarnir Austurlands. Slökkviliðsstjóri leggur fram drög að samstarfssamningi við slökkvilið Norðurþings. Slökkviliðstjóra falið að vinna málið áfram og legg fram ný drög fyrir næsta fund.

3.       Fyrirhuguð æfing viðbragðsaðila vegna opnun Vaðlaheiðarganga.

Slökkviliðsstjóri fór yfir skipulag á fyrirhuguðum æfingum slökkviliðsins vegna Vaðlaheiðaganga en þær verða hluti af hópslysaáætlun almannavarna.

4.       Endurskipulagning slökkviliðs Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sbr. ákvæði reglugerðar 747/2018

Stefnt er að því að fullgera formbreytingu á slökkviliðinu 1. júní 2019. Slökkviliðsstjóra falið að halda áfram að formgera breytingarnar í samráði við slökkviliðsmenn og sveitarstjóra.

5.       Endurnýjun á bíl slökkviliðsstjóra. 

Slökkviliðsstjóri fór yfir tilboð í bíl slökkviliðsstjóra. Fordæmi komið fyrir skráningu á „pickup“ sem slökkvibifreið og fá niðurfelld vörugjöld auk endurgreiðslu á vsk.Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.       Seinkun á afhendingu slökkvibifreiðar frá BMT í Hollandi. 

Ástæða seinkunarinnar er ný útfærsla af Iveco bifreiðinni en hún fæst fyrir sama  verð og sú sem búið var að panta. Seinkunin gæti verið 1-2 mánuðir.

7.       Önnur mál

Samningur við Vegagerðin:

Lögð fram drög að samningi Vegagerðarinnar  og slökkviliðsins um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa.  Samræma þarf gjaldskrá slökkviliða á landsvísu. Samningur er byggður á lögum um brunavarnir 75/2000 og gjaldskrá slökkviliðsins BSÞ.

Nefndin samþykkir samninginn og felur slökkviliðsstjóra undirritun hans.

Fjárhagsáætlun 2019:

Farið yfir fjárhagsáætlun 2019 miðað við þær forsendur sem liggja fyrir.

Vaðlaheiðagöng:

Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðuna á kaupum á búnaði vegna Vaðlaheiðaganga.

Brunavarnaáætlun:

Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðu brunvarnaáætlunar. Hann áætlar að hún verði tilbúin í janúar.

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 11.10.