35. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

28.04.2022

35. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 28. apríl kl. 11:00

Fundarmenn
Arnór Benónýsson formaður
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Helgi Héðinsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Starfsmenn
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri
Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri
  1. Bakvaktir stjórnenda.

Rætt var um bakvaktir stjórnenda en samkvæmt 7. reglugerðar 747/2018 skal „slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins.“

Bjarni gerði grein fyrir því að búið er að fara með stjórnendur slökkviliða í gegn um starfsmat og í kjölfarið á því að endurraða í launatöflur. Lokafrágangur kjarasamnings slökkviliðsstjóra, landssambands slökkviliðsmanna og samninganefndar sveitarfélaga er í gangi og binda menn vonir við að klára hann núna á vordögum.

Ákveðið að hinkra með endanlegan frágang varðandi bakvaktir þar til kjarasamningur liggur fyrir. Bjarni benti þó á brýna þörf á því að tryggja fyrirkomulag helst nú fyrir sumarið.

  1. Búnaðarmál slökkviliðsins.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með starfsmanni Umhverfisstofnunar á Mývatnssvæði varðandi aðkomu slökkviliðs að ýmsu sem snýr að slökkviliðs og mengunarmálum og samstarfi við Umhverfisstofnun. Slökkviliðsstjóri sagði fundinn hafa verið mjög jákvæðan og gerði ráð fyrir áframhaldi á þessu samstarfi.

  1. Starfsstöðvar slökkviliðsins.

Slökkviliðsstjóri fór stuttlega yfir stöðu mála á slökkvistöðvum liðsins. Fyrirhugaðar breytingar á slökkvistöð Laugum og löngu tímabærar breytingar á aðstöðu slökkviliðsins í Mývatnssveit.

4. Skýrsla slökkviliðsstjóra.

Yfirferð slökkviliðsstjóra sneri að nýliðum sem áformað er að ná inn í liðið í vor og haust. Slökkviliðsmönnum með réttindi reykkafara hefur fækkað af ýmsum ástæðum og þörf er á endurnýjun. 8 nýliðar hafa verið kallaðir til og munu byrja á því að sæta læknisskoðun og þrekprófi. Í framahaldi af því hefja þeir nám í Brunamálaskólanum.

Æfingar og námskeið hafa hrokkið í gang eftir „covid dvala“ og verður komið á fullan snúning í haust.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir breytingu á fyrirkomulagi útkalla sem snúa að vettvangsliðum slökkviliðsins. Svokölluð „skuggaboð“ eru nú send á vettvangsliða/slökkviliðsmenn þegar sjúkrabifreið á F1 forgangi er send inn á starfssvæði slökkviliðsins. Þetta hefur í för með sér aukinn fjölda útkalla og kallar jafnvel á endurskoðun þess fjármagns sem áætlað var í útköll á árinu. En um leið meira og þá væntanlega betra viðbragð þegar aðstoðar er þörf.

 

Fleira ekki bókað.