33. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

06.09.2021

33. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna mánudaginn 06. september kl. 12:30

Fundarmenn
Arnór Benónýsson formaður
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri
 
Starfsmenn
Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri
 
Fundargerð ritaði: Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri  

Arnór setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  1. Skýrsla varðandi úttekt Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar á slökkviliði Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Farið yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem gerðar eru varðandi starfsemi slökkviliðsins. Í stuttu máli kom úttektin vel út ef frá eru skilin þau atriði er snúa að starfsstöð slökkviliðsins í Mývatnssveit. Þá var einnig rætt um athugasemd HMS varðandi skil slökkviliðsstjóra á ársskýrslu til stofnunarinnar.
  2. Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu viðræðna við Landsvirkjun varðandi samstarfssamning og brunavarnir á starfssvæðum LV. Nefndarmenn sammála um nauðsyn þess að hraða sem frekast þeim viðræðum.
  3. Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu eldvarnaeftirlits. Eldvarnaeftirlit slökkviliðsins hefur eins og ýmislegt annað litast af hömlum á heimsfaraldrinum. Slökkviliðstjóri kvaðst þó ætla að fara af stað nú á haustmánuðum og reyna að vinna samkvæmt þeirri áætlun sem gerð var í upphafi árs.
  4. Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir áformum um fund með varaslökkviliðsstjóra og varðstjórum á næstu dögum þar sem grunnur yrði lagður að starfssemi vetrarins. Reynt hefur verið á undanförnum árum að verða við óskum slökkviliðsmanna um fyrirkomulag æfinga. Það verður kynnt nefndinni síðar.
  5. Slökkviliðsstjóri skýrði fundarmönnum frá því að frestað hefur verið af hálfu almannavarnarnefndar hópslysaæfingu sem til stóð að halda í haust í Vaðlaheiðargöngum. Búið er að fresta þessari æfingu áður. Þá kynnti slökkviliðsstjóri einnig að Vegagerð ríkisins hefur fest kaup á æfingarbúnaði sem kom til skoðunar eftir viðræður slökkviliðanna við fulltrúa Vaðlaheiðarganga og Vegagerðarinnar. Búnaðurinn samanstendur af reykvélum, ljósum, hátölurum ofl. og er hægt að nota hann við æfingar af ýmsu tagi. Námskeið í meðferð búnaðarins verður haldið fljótlega og mun slökkviliðsstjóri og jafnvel fleiri úr liðinu sitja námskeiðið. Búnaðurinn mun verða vistaður hjá slökkviliðinu á Akureyri.
  6. Slökkviliðsstjóri fór yfir niðurstöður mælinga á virkni brunahana á starfssvæðinu. Almennt er staðan góð en skoða þarf stöðu mála í Birkilandi í Mývatnssveit. Þar eru tveir brunahanar sem skila mjög litlu vatnsmagni, langt frá því sem menn vænta úr slíkum brunahönum og varla nægjanlegt/ásættanlegt miðað við byggðina í Birkilandi. Sveinn gerði grein fyrir því að ágreiningur um eignarhald á lögnum og heitu vatni, hefði um langa hríð hægt á framkvæmdum í nágrenni Voga. Mikilvægt væri að gengið yrði frá framtíðarfyrirkomulagi á milli landeigenda Voga og sveitarfélagsins, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi óvissu og biðstöðu

 

Fleira ekki bókað

Fundi slitið kl. 13:30