31. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

08.09.2020

31. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 08. september kl. 15:30

Fundarmenn

Arnór Benónýsson oddviti formaður, Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri og Bjarni Höskuldsson.

Starfsmenn

Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri og Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri. 

Fundargerð ritaði: Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri.

1. Formaður setti fund

2. Sveitarstjórar og slökkviliðsstjóri undirrituðu Brunavarnaáætlun sveitarfélaganna sem einnig hefur hlotið samþykki Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar og gildir áætlunin frá 2020 til ársins 2025.

3 . Skýrsla slökkviliðsstjóra.

a). Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir starfssemi slökkviliðsins því sem af er árinu 2020. Slökkviliðið hefur ekki farið varhluta af covid ástandi landsins frekar en önnur starfssemi. Í byrjun maí mánaðar bættist ný slökkvibifreið í flota liðsins. Bifreiðin er af gerðinni Iveco Daily 4x4 og er keypt samkvæmt samningi við Vaðlaheiðargöng. Bifreiðin er búin svokölluðu One Seven froðuslökkvikerfi ásamt ýmsum öðrum búnaði sem er m.a. sérhæfður til slökkvistarfa í jarðgöngum. Um nýja týpu af Iveco bifreið er að ræða og hefur tölvukerfi bifreiðarinnar aðeins verið til vandræða. Búið er að leysa úr því og mun síðasta uppfærsla stjórnkerfis bifreiðarinnar verða gerð 16. sept nk. Slökkviliðsstjóri sinnti vinnu í aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri í rúman þar sem hann tók ákveðnar vaktir á móti slökkviliðinu á Akureyri.

b). Æfingaáætlun liðsins riðlaðist verulega en þó náðust þrjár góðar æfingar auk tveggja námskeiða í sumarbyrjun. Þar af fjölmennt námskeið á slökkvibúnað í nýja slökkvibílnum. Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir því að hann hefði nú fyrir skemmstu gert slökkviliðsmönnum grein fyrir því að reynt yrði að hefja æfingar á nýjan leik nú eftir að slakað hefur verið á tveggja metra nálgunarbanni vegna covid. Æfingaáætlun verður send út nú fyrir miðjan mánuðinn.

c). Eldvarnaeftirlit hefur eins verið með minnsta móti það sem af er þessu ári vegna covid takmarkanna. Útlit er þó fyrir að það komist á rétt ról nú þegar farið er að létta á nálgunarmörkum vegna sóttvarna.

4. Önnur mál.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Landsvirkjun varðandi slökkvibúnað á virkjunarsvæðum sem rætt var á síðasta fundi. Búið er að taka saman greinargerð varðandi kosti þess og galla að setja upp föst slökkvikerfi í virkjunarhúsnæði á móti því að hafa slökkvikerfin í slökkvibifreiðum slökkviliðsins. Valur Knútsson hjá Landsvirkjun hefur málið á sínu borði og munu viðræður fara fram fljótlega.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:30