27. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

27.02.2019

27. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15:30

Fundarmenn

Arnór Benónýsson og Dagbjört Jónsdóttir frá Þingeyjarsveit og Þorsteinn Gunnarsson  frá Skútustaðahreppi.

Starfsmenn

Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri og Lárus Björnsson varaslökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson

Dagskrá:

1. Samstarfssamningar slökkviliða ofl.

Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar (SA) og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar (BSÞ) um viðbragð við útköllum á starfssvæði BSÞ.  Samningurinn byggir á reglugerð 747/2018 þar sem slökkviliðum er áskilið að gera með sér samning varðandi útkallssvæði sbr. 6. gr. Slökkvilið Akureyrar skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði BSÞ í Fnjóskadal og austur í Ljósavatnsskarð að bænum Krossi  meðtöldum. BSÞ skuldbindur sig einnig samkvæmt sömu forsendum og í samningi þessum, að veita aðstoð samkvæmt 20. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir þurfi SA á slíkri aðstoð að halda.

Nefndin felur slökkviliðsstjóra að ræða um fjölda manntíma sem getið er um í 3. gr. við SA. Nefndin leggur til við sveitarstjórnir að samningurinn verði samþykktur að öðru leyti.

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings (SN) og  Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar (BSÞ) um viðbrögð við útköllum á starfssvæði hvors liðs fyrir sig.  Samningurinn byggir á reglugerð 747/2018 þar sem slökkviliðum er áskilið að gera með sér samning varðandi útkallssvæði sbr. 6. gr. SN skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði BSÞ í Aðaldal suður að bænum Knútsstöðum auk virkjunarsvæðis að Þeistareykjum. BSÞ skuldbindur sig til að sinna bráðaútköllum á starfssvæði SN austan Jökulsár á Fjöllum, við Grímsstaði og austur á Biskupsháls.

Nefndin leggur til breytingar á samningnum um fjölda manntíma og orðalagsbreytingar, til samræmis við samninginn við SA. Nefndin leggur til við sveitarstjórnir að samningurinn  verði samþykktur að öðru leyti.

Samningur Neyðarlínunnar ohf. við BSÞ vegna Tetra stöðva. Samningur þessi nær til Tetra-farstöðvaþjónustu sem þjónustusali tekur að sér að veita þjónustukaupa.

Nefndin leggur til við sveitarstjórnir að samningurinn verði samþykktur.

2. Íbúafundur Stórutjarnarskóla 6. mars n.k.
Samþykkt að íbúafundur verði haldinn í Stórutjarnarskóla að kvöldi 6. mars n.k. kl. 20:00. Málefni fundarins eru breytingar á neyðarþjónustu slökkviliðs vegna tilkomu Vaðlaheiðarganga og breytinga á reglugerð um starfsemi slökkviliða. 

Jafnframt er stefnt að því að hafa samskonar íbúafund í Skútustaðahreppi ásamt kynningu frá almannavörnum.

3. Skipulagsbreytingar á slökkviliði
Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðuna á fyrirhuguðum skipulagsbreytingar vegna bakvakta sem taka gildi 1. júní n.k.

4. Staða Brunavarnaráætlunar
Slökkviliðsstjóri fór yfir nýjustu drög að brunavarnaráætlun fyrir BSÞ. Hún hefur nú þegar farið í tvígang til í rýningu hjá Mannvirkjastofnun. Slökkviliðsstjóri sendi uppfærð drög, eftir ábendingar Mannvirkjastofnunar, í þriðja sinn þann 19. febrúar s.l.

Nefndin samþykkir að sveitarstjórar fundi með forstjóra Mannvirkjastofnunar varðandi vinnuferlið við staðfestingu stofnunarinnar á áætluninni. 

5. Staða búnaðarmála
Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðu búnaðarmála sem eru í góðum farvegi.

6. Önnur mál
Rætt um ýmis önnur mál.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.15