26. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

18.12.2018

26. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 18. desember kl. 09:30

Fundarmenn

Arnór Benónýsson og Dagbjört Jónsdóttir frá Þingeyjarsveit og Þorsteinn Gunnarsson (í síma) frá Skútustaðahreppi. Einnig sat fundinn Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Dagskrá:

 

1.       Vaðlaheiðargöng – viðbragðsáætlun: Umsögn

Lögð fram drög að viðbragðsáætlun Vaðlaheiðarganga (VHG) og beiðni um umsögn. Nefndin gerði smávægilegar athugasemdir sem sendar verða VHG. Umsögn fylgir með fundargerð sem viðauki.

 

2.       Önnur mál

 

Haldinn verður íbúafundur í Stórutjarnaskóla í byrjun næsta árs til að fara yfir breytingar á starfsemi slökkviliða m.a. vegna tilkomu Vaðlaheiðarganga. Til fundarins mæti slökkviliðsstjórar slökkviliða BSÞ, Akureyrar og Grýtubakkahrepps.

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 10:14.