24. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

06.09.2018

24. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 06. september kl. 09:30

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðarhrepps

Starfsmenn

Bjarni Höskuldsson, slökkviliðsstjóri
Lárus Björnsson, varaslökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson

Dagskrá:

 

1.       Setning fundar

Arnór Benónýsson aldursforseti nefndarinnar setti fund og  bauð nefndarfólk velkomið.

2.       Kosning formanns og ritara

Fram kom tillaga um að Arnór verði formaður og Þorsteinn ritari. Samþykkt samhljóða.

3.       Erindisbréf

Samþykkt samhljóða að leggja fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina fyrir næsta fund. Dagbjört og Þorsteinn undirbúa það.

4.       Ný reglugerð um starfsemi slökkviliðs nr. 747/2018

Bjarni fór yfir nýja reglugerð um starfsemi slökkviliða sem hefur öðlast gildi eftir 16 ára undirbúning. Nýja reglugerðin hefur talsverðar breytingar í för með sér fyrir rekstur og starfsemi slökkviliða.

Endurskoða og uppfæra þarf samning sveitarfélaganna um sameiginlegt slökkvilið, í ljósi nýrrar reglugerðar og aukinna verkefna sem fylgja Vaðlaheiðagöngum.

Samþykkt að fela sveitarstjórum að undirbúa þá vinnu og skoða hugsanlegt samstarf í víðara samhengi.

Ný brunavarnaáætlun sameiginlegs slökkvliðs sem hefur verið í undirbúningi og í umsagnaraferli hjá Mannvirkjastofnun þarf að taka mið af nýrri reglugerð.

5.       Önnur mál

Farið yfir fundadagatal nefndarinnar. Næsti fundur 21. september í Mývatnssveit.

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 11.00.