22. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

07.11.2017

22. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 07. nóvember kl. 16:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Lárus Björnsson
Helga A. Erlingsdóttir

Starfsmenn

Bjarni Höskuldsson, slökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Helga A. Erlingsdóttir

 Arnór setti fund og síðan var gengið til dagskrár:

1. Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir fundi með stjórn Vaðlaheiðargangna

Fulltrúar-slökkviliðsstjórar slökkviliða BSÞ Slökkviliðs Akureyrar funduðu með stjórn Vaðlaheiðarganga. Umræðuefnið var  starf slökkviliða viðvíkjandi Vaðlaheiðargöng þegar þau verða tekin í gagnið.

2. Farið yfir gjaldskrá BSÞ. 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hækka gjaldskrána um 3%  í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

3. Endurnýjun búnaðar – eignasjóður

Rætt um endurnýjun á embættisbíl slökkviliðsstjóra.  Nefndinni er ljóst að komið er að því að endurnýja þurfi bíl slökkviliðsstóra og beinir erindinu til sveitarstjórna.

4. Starfshlutfall slökkviliðsstjóra.

Nefndin leggur til að auka starfshlutfall slökkviliðsstjóra úr 80% í 100% þar sem ljóst er að öll umsvif starfsins eur sífellt að aukast.

5. Fjárhagsáætlun.  

Yfirfarið fjárhagsbókhald brunamála og eldvarnaeftirlits það sem af er árinu og borið saman við áætlun ársins og gerðar tillögur til breytinga vegna áætlanagerðar fyrir árið 2018.

Helstu tillögur að breytingum eru:

Tekjulyklar:

Lykill 0290 hækkun úr 100 í 300 þús.

Lykill 0511 lækkun úr 4.460 þús. í 2.300 þús.

Útgjaldalyklar:

Lykill 4060 hækkun úr 99 þús. í 420 þús. vegna fjölgunar tetrastöðva.

Lykill 9935 hækka það úr 9 þús. í 210 þús. Vegna vanáætlunar á þessu ári.

Jafnframt ítrekar nefndin tillögu sína að hækkun stöðuhlutfalls slökkviliðsstjóra.

 

Fleira rætt en ekki bókað.

Fundi slitið kl. 17:50