21. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

12.09.2017

21. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 12. september kl. 17:00

Fundarmenn

Bjarni Höskuldsson
Arnór Benónýsson
Lárus Björnsson
Helga A Erlingsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga A Erlingsdóttir

1. Farið yfir stöðu mála  með slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra

a)      Útköll ársins.  Slökkviliðið var kallað út 4 útköll, stærsta útkallið var þegar kviknaði í Austurhlíð við Mývatn, þar var mikill bruni en slökkviliði gekk vel að slökkva  þrátt fyrir það.

b)      Lögð fram skýrsla frá Lárusi Björnssyni varðandi starf slökkviliðsins við brunann í Austurhlíð. Ásamt útprentun úr eldvarnarforritinu.

2. Kynning á nýútkomnum og væntanlegum reglugerðum um breytingar á starfsemi slökkviliðs og eldvarnareftirlits.

a)      Eldvarnareftirlit eykst með nýjum reglugerðum og kostar aukna vinnu og skipulag.  Þessar reglugerðir eru; a)  Um eldvarnir og eldvarnareftirlit, b) um starfsemi slökkviliða og c) um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

b)      Bjarni kynnir enn frekar reglugerðirnar og hvernig hægt yrði að framfylgja þeim. Verður betur gert grein fyrir þessum málum seinna þegar búið er að forma betur skipulag.

3. Staða brunavarnaáætlunar kynnt.

Drög að brunavarnaáætluninni er til yfirlestrar hjá Mannvirkjastofnun.  Vonir standa til þess að áætlunin fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveitar verði tilbúin um áramót.

4. Önnur mál.

a)      Til stendur að senda 5 menn í viðbót fjarnám í brunavarnaskólann.

b)      Rætt um mikla vinnu sem framundan vegna allra þeirra krafna og breytinga sem hafa orðið og koma til með verða í breyttum veruleika á svæðinu.

Fleira ekki bókað.