21. fundur

Fundargerð

Brunavarnanefnd

16.05.2017

21. fundur

Brunavarnanefnd

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 16. maí kl. 15:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson

Bjarni Höskuldsson

Lárus Björnsson

Helga A. Erlingsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga A. Erlingsdóttir

1.Kynnisferð til Noregs vegna jarðgangna 6.-8. maí.

Slökkviliðsstjóri gerir grein fyrir Noregsferð sem hann fór ásamt fleiri slökkviliðsstjórum og telur hann að ferðin hafi verið mjög fróðlegt og gagnleg.  Aðallega var verið að kynna sér hvert hlutverk slökkviliða er þegar/ef upp kemur slys eða eldur í jarðgöngum.

Búnaðarþörf slökkviliða vegna jarðgangna.

Slökkviliðsstjóri leggur fram greinargerð um búnaðarþörf slökkviliða vegna jarðgangna. Greinargerðin hefur verið lögð fyrir Vegagerðina.  Greinargerðin mun fylgja fundargerðinni til sveitarstjórna.

Ljóst er að bæta og auka þarf allan búnað sem slökkviliðið hefur aðgang að þegar jarðgöngin  komast í not. Það verður gert í samvinnu við nágrannasveitarfélögin – nágrannaslökkvilið s.s. á Akureyri.

 

2. Staða vinnu við Brunavarnaráætlun sveitarfélaganna.

Slökkviliðsstjóri hefur farið yfir brunavarnaráætlunarinnar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar með Pétri Valdimarssyni hjá Mannvirkjastofnun. Margt er að breytast varðandi brunavarnir og því verður áætlunin unnin áfram og síðan fer hún fyrir sveitarstjórnir til samþykktar, en stefnt er að hún öðlist gildi frá og með næstu áramótum.

 

3. Staða mönnunar í slökkviliðinu.

Breytingar eru fyrirséðar í mannskap slökkviliðsins.  Nokkrir slökkviliðsmanna eru að fara amk. tímabundið af svæðinu og erfitt að fá inn nýja menn í staðinn, en verið að leita.  Þá var einnig rætt um breytingar á tilhögun mannafla í liðinu.  Vægi slökkviliðsins, vinna og ábyrgð  eykst.  Auk flutnings á verkefnum frá lögreglu til slökkviliða má nefna verkefnaaukningu sem kemur með gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem eru á ferð um landið, fjölgun ferðaþjónustuaðila  - þar með hótela,  mannvirki á Þeistareykjum og Vaðlaheiðargöng.

 

4. Önnur mál.

Rætt enn frekar um stöðu mála í slökkviliðinu og auknu mikilvægi þess sem er kostnaðarsamt.  Eldvarnareftirlit eykst líka mikið með fjölgun stórra bygginga á svæðinu. Það má segja að flestöll slökkvilið í hinum dreifðu byggðum vítt um land standi í svipuðum sporum.  Það er skoðun nefndarinnar  að sveitarfélög eigi að fá aukið fjármagn frá ríkinu vegna þeirra starfa sem flytjast t.d. frá lögreglu til slökkviliða auk þess sem ný lög og reglugerðir sem það samþykkir leggi þungar fjárhagslegar byrgðir á sveitarfélög.

 

Fundi slitið kl. 17:00.