31. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

07.10.2021

31. fundur

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 07. október kl. 16:03

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, Einar Örn Kristjánsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Friðgeir Sigtryggsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Einar Örn Kristjánsson
  1. Rjúpnaveiði á Þeistareykjum.

Á 30. fundi nefndarinnar var lagt til við sveitarstjórn að hefja sölu veiðileyfa fyrir rjúpnaveiði á Þeistareykjum. Sveitarstjórn hefur samþykkt það og falið nefndinni nánari útfærslu á sölunni.

Nefndin hefur látið vinna hnitsett kort sem sýnir skiptingu Þeistareykjajarðarinnar í 4 svæði.

Nefndin leggur til að salan fari fram í gegnum vefsíðuna hlunnindi.is, verð fyrir hverja byssu verði kr. 9.000,- á dag og að 5 byssur verði leyfðar á dag á hverju svæði.

Einnig leggur nefndin til að sett verði upp skilti við aðkomu inn á svæðið þar sem fram kemur að rjúpnaveiði sé með öllu óheimil án veiðileyfis. Veiðileyfi séu seld á vefsíðunni hlunnindi.is

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fundinn verði aðili til að vera tengiliður fyrir veiðimenn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17:01