30. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

20.09.2021

30. fundur

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, Einar Örn Kristjánsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Friðgeir Sigtryggsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Einar Örn Kristjánsson.
  1. Fjallskil í Reykdæladeild

Málið var einnig tekið fyrir á fundi nefndarinnar haustið 2020

Árni fer yfir það sem hefur gengið á undanfarið, fundur með bændum í Reykjadal og Laxárdal. Deilur eru um hvaða dag eigi að smala svæðið milli Reykjadals, Laxárdals og Aðaldals. Sumir vilja smala eftir Þeistareykjagöngur en aðrir fyrir. Settur smölunardagur var 5. September, þá mættu ekki allir. Smalað aftur 12. september. Til stendur að funda með öllum hlutaðeigandi bændum á næstunni til að reyna að ná sættum í málinu.

  1. Rjúpnaveiði á Þeistareykjum og öðrum jörðum í eigu Þingeyjarsveitar.

2020 var öll veiði bönnuð í landi Þeistareykja og björgunarsveitir í Þingeyjarsveit fengnar til að vakta svæðið. Lokunin gekk vel.

Nefndin hefur núna haft samband við hlunnindi.is sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja út veiðileyfi. Hugmyndin er að skipta Þeistareykjajörðinni í nokkur hólf og selja veiðileyfi. Lagt er til að skoða sama fyrirkomulag á öðrum jörðum í eigu sveitarfélagsins.

Árna Pétri falið koma með tillögu að svæðaskiptingu innan Þeistareykja jarðarinnar og vinna málið áfram í samráði við sveitastjórn.

Lagt er til að leyfa hóflegan fjölda byssa til að byrja með á meðan fengin er veiðireynsla.

  1. Vargeyðing í Þingeyjarsveit.

Rætt um vargeyðingu í sveitarfélaginu. Ljóst þykir að vargeyðingu er sumstaðar ábótavant en annarsstaðar í góðu lagi. Vilji nefndarinnar er að vargeyðing verði unnin af meiri fagmennsku og festu og að samvinna refaskytta verði meiri en nú er. Í þeim tilgangi að vargeyðingu verði sinnt af sömu festu um allt sveitarfélagið.

 

Fundi slitið klukkan 17:18