27. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

12.03.2019

27. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 12. mars kl. 16:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, formaður

Einar Örn Kristjánsson

Friðrika Sigurgeirsdóttir

Freydís Anna Ingvarsdóttir

Friðgeir Sigtryggsson

Arnór Benónýsson, oddviti og Jón Ingi Sveinsson f.h. Kötlu ehf. sátu fundinn undir 1.lið.

Fundargerð ritaði: Einar Örn Kristjánsson

Dagskrá:

1. Kynning: Jón Ingi Sveinsson f.h. Kötlu ehf.        

Jón Ingi og Árni Pétur hafa verið í sambandi og rætt um stærðir og útfærslu á húsum. Jón er með teikningar af 6 íbúða raðhúsi sem hægt er að klippa niður í minni einingar. Verð er í kringum 300.000,- á m2. Það verð miðast við fullbúið hús og lóð, með jarðvinnu. Innfluttar einingar og jafnvel fengnir menn með að utan til að reisa húsið. Lagnir og málning gæti verið í höndum verktaka úr nágrenninu.

Árni Pétur talar um að sækja um stofnframlög frá ríkinu. Þau eru um 24% af heildarkostnaði. Stofnframlögin eru háð skilyrðum um stærð og fleira. Rætt um greiðslur og tímamörk. Jón Ingi vill reyna að gera grunna í sumar og gera húsið fokhelt í haust. Húsið jafnvel tilbúið um áramót 2019-20. Umræður um útfærslur á sökklum og fleiru. Rætt um heimilistæki, hreinlætistæki og gólfefni. Á allt að fylgja með og vera  sambærilegt og almennt gerist á Íslandi. Utanhússklæðningar geta verið með ýmsu móti, tildæmis járn og brotið upp með timbri. Rætt um flutninga, Jón reiknar með að reyna að fá húsin í gámum alla leið, og einingarnar séu aldrei teknar úr gámunum fyrr en á byggingarstað. Húsin koma líklega frá Lettlandi en það er ekki fullfrágengið. Arnór og Jón Ingi yfirgáfu fundinn.

2. Umsókn til Íbúðalaánsjóðs um stofnframlag o.fl.

Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Kötlu ehf um byggingu á tveimur íbúðum.

Atvinnumálanefnd leggur til að leitað verði til KPMG um ráðgjöf hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og um stofnun sjálfseignarstofnunar sem og til að vinna umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag.

Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið stofni sjálfseignarstofnun um byggingu íbúðarhúsnæðis.
Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að sækja um stofnframlag til íbúðarlánasjóðs vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40