26. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

05.12.2018

26. fundur

haldinn í Seiglu miðvikudaginn 05. desember kl. 17:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, formaður
Einar Örn Kristjánsson
Friðrika Sigurgeirsdóttir
Freydís Anna Ingvarsdóttir
Friðgeir Sigtryggsson

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá: 

1.      Breytingar á erindisbréfi fjallskilastjóra

Erindi vísað til atvinnumálanefndar frá sveitarstjórn:

Fjallskil tekin til umræðu ásamt erindisbréfi fjallskilastjóra í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn felur Atvinnumálanefnd að endurskoða erindisbréf fjallskilastjóra með hliðsjón að fjallskilasamþykkt nr. 618/2010.

Fyrir þennan fund atvinnumálanefndar var fundað með fjallskilastjórum Þingeyjarsveitar. Allir fjallskilastjórar mættu og áttu gott samtal við sveitarstjóra og hluta atvinnumálanefndar.

 

Á fundi nefndarinnar var farið yfir tillögur breytinga á erindisbréfi fjallskilastjóra, en bréfið má finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar. Eftirfarandi breytingar voru samþykktar og verða lagðar fyrir sveitarstjórn:


Í þriðju grein 2.kafla um hlutverk fjallskilastjóra:

Grein var áður:
Fjallskilastjórar skulu hver fyrir sig og eftir þörfum sameiginlega ákveða gangna- og réttardaga viðkomandi fjallskilasvæðis.  Skal þeirri ákvörðun lokið fyrir 10. ágúst ár hvert.

Grein eftir breytingu:
Fjallskilastjórar skulu sameiginlega ákveða gangna- og réttardaga í Þingeyjarsveit. Skal þeirri ákvörðun lokið fyrir 1. júlí ár hvert. Við ákvarðanatökuna skal höfð hliðsjón af öðrum gangna- og réttardögum innan fjallskilasvæðis.

Í sjöundu grein 2.kafla um hlutverk fjallskilastjóra:

Grein var áður:
Fjallskilastjóri  skal fylgjast með ástandi girðinga og vega á sínu svæði og gera tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur.

Grein eftir breytingu:
Fjallskilastjóri skal fylgjast með ástandi girðinga og afréttarvega á fjallskilasvæðinu og gera tillögur til sveitarstjórnar um úrbætur.

2.      Húsnæðismál

Erindi vísað til nefndar frá sveitarstjórn skv. fundargerð 241.fundar:

„Sveitarstjórn samþykkir að fela Atvinnumálanefnd að kanna möguleika og valkosti við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefndinni er ætlað að skila framvinduskýrslu til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umsjónarmaður framkvæmda- og fasteigna verði starfsmaður Atvinnumálanefndar.”

ÁPH hefur rætt aftur við Búfesti. Nokkuð öruggt er að ekki verði reist hús næsta sumar, þ.e. 2019, á vegum Búfestis í sveitarfélaginu. Ekki er talið líklegt að prufuhús verði reist í sveitarfélaginu. Ef við viljum byggja á meiri hraða eru þeir með fleiri sambönd við framleiðendur erlendis. Þá er rætt um u.þ.b. 1 ár frá samkomulagi að fullbúnu húsi. Húsnæði yrði þá tilbúið í fyrsta lagi 2020. 

Búfesti hefur sent okkur drög að viljayfirlýsingu sem nefndin las yfir á fundinum. Formaður mun ásamt sveitarstjóra klára yfirlýsinguna, undirrita og koma til Búfestis. 

ÁPH hefur rætt við verktaka sem eru í samvinnu við Th.E ráðgjöf og mun fá upplýsingar frá þeim þegar þeirra samvinna er lengra komin. Sá verktaki er tilbúinn að vera okkur til aðstoðar í ferlinu ef sú leið verður valin. 

EÖK hefur skoðað innlenda framleiðslu tveggja framleiðenda.

  • ·         SG hús á Selfossi.
  • ·         VHE

 

SG hús hafa sent okkur tilboð í timburhús, fullgert á bitum. EÖK hefur beðið um verð í hús á steyptum grunni sem og upplýsingar um flutning og afgreiðslufrest.  

VHE einingarverksmiðja á Egilsstöðum getur gefið okkur tilboð í einingahús eftir teikningu. 

Nefnd sammælist um að skoða frekar húsin frá SG húsum.

Fyrir næsta fund mun nefnd halda áfram að fylgja þeim málum eftir sem eru í gangi, þ.e. 

  • ·         Búfesti, viljayfirlýsing og mögulega meiri upplýsingar
  • ·         Fylgjast með verkefni Th.E ráðgjöf nálægt Dalvík.
  • ·         SG hús, fá svör um hús á steyptum grunni o.fl.
  • ·         Fylgjast með framkvæmdum í Mývatnssveit, hvernig gengur með þann framleiðanda og hvernig þær framkvæmdir ganga þegar þær fara af stað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00