25. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

13.11.2018

25. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 13. nóvember kl. 16:30

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, formaður

Einar Örn Kristjánsson

Friðrika Sigurgeirsdóttir

Freydís Anna Ingvarsdóttir

Friðgeir Sigtryggsson

 

Þorgeir Örn Elíasson

Bjarni Einarsson

Völundur Hermóðsson

 

Starfsmaður nefndar:  sem ritaði fundinn

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál

    Erindi vísað til nefndar frá sveitarstjórn skv. fundargerð 241.fundar:
    Sveitarstjórn samþykkir að fela Atvinnumálanefnd að kanna möguleika og valkosti við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefndinni er ætlað að skila framvinduskýrslu

til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umsjónarmaður framkvæmda- og fasteigna verði starfsmaður Atvinnumálanefndar.”

Th.E ráðgjöf var boðið til fundar til að kynna fyrir okkur hús sem hann er að flytja inn.

Fyrirtækið er með innflutning á húsum frá Maxhus (www.max-hus.se). Nákvæm tilboð í hús eru eftir teikningum.

 

Þorgeir leggur fyrir fundinn nokkrar gerðir af húsum til að lýsa verði og gæðum sem framleiðandi er með.

 

Verkkaupi sér um jarðvinnu undir grunn húsa. Verkkaupi útvegar byggingarstjóra og alla iðnaðarmeistara á verkið. Framleiðandi skilar engu að síður húsinu reistu og tilbúnu til búsetu.

 

Þorgeir ætlar að senda formanni nefndar frekari upplýsingar á næstu dögum.

 

Næstu skref:

  • Fá verð og frekari upplýsingar frá Th.E ráðgjöf
  • Ræða aftur við Búfesti. Fá betur á hreint tímaramma o.fl. Tillaga að bjóða þeim að gera prufuhús í sveitarfélaginu af annarri gerð en þeirri sem á að reisa inni á Akureyri og geta þá byrjað reisingu næsta sumar.
  • Skoða innlenda framleiðslu á húsum, jafnvel 2 aðila. Einar Örn tekur það að sér.

 

Fulltrúi nefndarinnar fór á húsnæðisráðstefnu í Reykjavík 30.október sl., en hún skilaði okkur því miður ekki neinum nýjum hliðum á þau mál sem eru til skoðunar.

 

2.      Fjallskil

Erindi vísað til atvinnumálanefndar frá sveitarstjórn:

Fjallskil tekin til umræðu ásamt erindisbréfi fjallskilastjóra í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn felur Atvinnumálanefnd að endurskoða erindisbréf fjallskilastjóra með hliðsjón að fjallskilasamþykkt nr. 618/2010
.

ÁPH leggur fyrir nefndina erindisbréf fjallskilastjóra með tillögu að breytingum.

Breytingar á erindisbréfi eru samþykktar samhljóða.

 

Stefnt er að því að næsti fundur verði haldinn í Kjarna þriðjudaginn 4.desember kl.16.30.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45