23. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

02.10.2018

23. fundur

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 02. október kl. 16:30

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, formaður
Einar Örn Kristjánsson
Friðrika Sigurgeirsdóttir
Freydís Anna Ingvarsdóttir
Friðgeir Sigtryggsson

Starfsmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

Formaður setti fund og bauð nefndarmenn velkomna.  

1.      Verkaskipting nefndar

Nefndin byrjar á því að kjósa sér varaformann og ritara. Formaður leggur til að Einar Örn Kristjánsson verði varaformaður og Helga Sveinbjörnsdóttir, starfsmaður nefndar, verði ritari. Samþykkt samhljóða. 

2.      Húsnæðismál

Erindi vísað til nefndar frá sveitarstjórn skv. fundargerð 241.fundar:
Sveitarstjórn samþykkir að fela Atvinnumálanefnd að kanna möguleika og valkosti við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefndinni er ætlað að skila framvinduskýrslu

til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umsjónarmaður framkvæmda- og fasteigna verði starfsmaður Atvinnumálanefndar.”

Farið yfir skýrslu sem var unnin af Kára Arnóri Kárasyni, Hámark ehf. fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í apríl 2018. Skýrslan fer vel yfir stöðu húsnæðismála, og lýsir mismunandi möguleikum og leiðum sem hægt er að fara við uppbyggingu húsnæðis á svæðinu.

            Skv. húsnæðisstefnunni sem var unnin af sveitarfélaginu er talið að fjölgun í

            sveitarfélaginu verði u.þ.b. 200 manns á næstu 10 árum. Samkvæmt athugun við vinnu             húsnæðisstefnu (unnin 2017) er vannýtt íbúðarhæft húsnæði í sveitarfélaginu 60    eignir. Rætt hvort hægt sé að hvetja til frekari notkunar eignanna.

 

            Rætt um að byggja hús á svæðinu.    

            Lögð áhersla á minni hús/íbúðir, 60-90m2. Hugmyndin er sú að byggja 2-3 hús í    hverjum byggðakjarna, Laugum, Stórutjörnum og Aðaldal. Stefnt er á að byrja á      byggingu 6 íbúða. Talið er að þörf sé til staðar á öllum svæðum og því er ákveðið að     skipta   byggingum á milli kjarna í sveitarfélaginu. Möguleiki er að byggja meira ef        aðilar aðrir en sveitarfélagið vildu vera með.

Vilji nefndarinnar er að geta boðið leiguverð sambærilegt eða undir því leiguverði sem er í nágrannasveitarfélögum.   

Í skýrslunni eru taldar upp nokkrar tillögur um aðkomu sveitarfélagsins:

 • ·         Fyrsta tillaga í skýrslunni er að bjóða afslátt af gjöldum.
  Búið er að bjóða 70% afslátt af gjöldum. Einhver viðbrögð voru við auglýsingu, en engin alvara virtist vera á bakvið fyrirspurnir.
 • ·         Næsta tillaga er að fá leigufélag til að koma og byggja íbúðir. Það er talið ólíklegt að leigufélag muni koma á svæðið og byggja upp íbúðir og leigja út sbr.það sem þessi félög hafa gert í þéttbýlari svæðum. 

o   Formaður nefndar hefur setið fundi með formanni Búfestis. Félagið hefur sýnt áhuga á samstarfi, og nefndin telur það væri gott að fá þeirra reynslu inn í verkefnið. Félagið ítrekar að sveitarfélagið muni taka fulla ábyrgð á verkefninu ef þeir kæmu að því. Nefndin telur að hagur okkar af samstarfi við leigufélag gæti helst falist í hagstæðu innkaupaverði á húsum.
Rætt um að fá formann Búfestis á næsta fund nefndar. ÁPH tekur að sér að hafa samband við Búfesti.

 

 • ·         Síðasta tillagan er að sveitarfélagið fjármagni þetta sjálft. Þá verði skoðað að búa til leigufélag sem verður í eigu sveitarfélagsins. Nefndin er hlynnt þessari tillögu. Ekki búið að ákveða hvort leigufélagið eigi að byggja eða hvort þeir fái einhvern til að byggja fyrir sig. Nefnd skuli skoða vel báðar leiðir.
  Nefnd ákveður að fá ráðgjöf varðandi stofnun leigufélags.

o   Skoða önnur sveitarfélög sem hafa unnið að svipuðum verkefnum. Afla upplýsinga um aðkomu þeirra að þeim verkefnum. Það er horft til Skútustaðarhrepps en þar var verið að kynna uppbyggingarverkefni íbúðarhúsa fyrir skömmu. EÖK tekur að sér að skoða þetta betur fyrir næsta fund.

o   Einingahús sem eru pöntuð að utan eru talin besti möguleiki til að halda kostnaði í lágmarki. Fyrir næsta fund skuli skoða og hafa samband við aðila sem flytja inn hús varðandi framboð og kostnað.

o   Rætt um mikilvægi byggingarstjórnunar og möguleika þess að hafa hana á vegum sveitarfélagsins með virku eftirliti og góðu utanumhaldi. Það geti lágmarkað líkurnar á umfram kostnaði.

o   Ræða við lögfræðing til að athuga hvort hægt sé að vinna þetta verkefni í gegnum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. 

 • ·         Eyþing hefur verið hvatt til að taka húsnæðismálin föstum tökum þar sem öll sveitarfélögin innan Eyþings glíma við sömu vandamálin. Það er hins vegar ekki málefni sem er byrjað að vinna að á þessum vettvangi. 

3.      Umsókn í tilraunaverkefni vegna húsnæðismála
Íbúðalánasjóður og ríkisstjórnin eru með tilraunaverkefni vegna húsnæðisskorts á svæðum þar sem markaðsbrestur veldur því að uppbygging er lítil. Tilraunaverkefnið liggur í samstarfi við ríkið um það að byggja upp íbúðir.

Þingeyjarsveit og Norðurþing sóttu um saman til að styrkja stöðuna og auka líkur á að vera valin í verkefnið. Ef umsóknin verður samþykkt yrði íbúðum skipt á milli sveitarfélaga, og eins yrði skipting milli dreifbýlis og þéttbýlis.

Ákveðið að halda áfram með skoðun okkar á leiðum án tilkomu þessa verkefnis, sem verður svo hægt að endurskoða ef umsóknin verður samþykkt.  

4.      Fjármögnun

Mismunandi krafa er um eigið fé eftir lánastofnunum og hvaða leið verður valin. Nefndin ákveður að skoða þá valmöguleika sem eru í boði. Nefndin listaði upp hvað skoða þarf:

 

a.       Ræða við byggingarfélög og biðja þau að leggja fram kosti fyrir okkur

b.      Ræða við lánastofnanir, m.v. forsendur af eigin fé

c.       Ræða við fasteignafélög um ódýran byggingarkostnað

d.      Ræða við byggingarfélög um ódýran byggingarkostnað

e.       Ræða við leigufélög um hvort þeir vilji eiga aðkomu að verkefninu. Skoða hvort hægt sé að semja við þau um innflutning húsa og reisingu húsanna til að ná sem bestum tilboðum. Með því væri leitast við að minnka líkur á óvæntum uppákomum hvað varðar kostnað við verkið. 

Nefnd ætlar að skoða samsetningu fjárhags og eigna til að gera sér sem besta grein fyrir því hvað sveitarfélagið getur gert í fjármögnun verkefnisins.

 

Leið til að auka eigið fé væri að sveitarfélagið myndi leggja íbúðir inn í leigufélagið sem eigið fé. Talið að ef hægt er að leggja íbúðir inn í félagið geti gert það áhugaverðara fyrir lánastofnanir.
Farið yfir íbúðir sveitarfélagsins og hversu mikið er skuldað í þeim. Nefndarmenn eru sammála að sveitarfélagið skuldi mikið í íbúðunum. Hafa íbúðirnar verið endurfjármagnaðar? Skoða möguleika á endurfjármögnun. 

Einnig er rætt hvort selja eigi eignir í eigu sveitarfélagsins:

 • ·         Barnaborg og Víðigerði, í framhaldi af flutningi leikskólans í húsnæði Þingeyjarskóla.
 • ·         Gamla búðin í Vaglaskógi. Áður hefur verið ákveðið að rífa gömlu búðina í Vaglaskógi, en ekki gengið eftir. Skoða þarf hvernig staðan er með leiguna á landinu, Skógræktina og þeirra skoðun á sölunni.
 • ·         Nýrri búðin í Vaglaskógi. Ekki verið í rekstri síðustu tvö ár. Athuga hvort við eigum salernin við hliðina á búðinni.

 

Ef sú leið verður valin að stofna leigufélag skal skoða eftirfarandi:

f.        Útbúa gögn og biðja lánastofnanir um tilboð í fjármögnun.

g.      Bankar – Athuga hversu vel þeir geta boðið í fjármögnun þessa verkefnis. 

Verkefni fyrir næsta fund:

Skoða innflytjendur á húsum.
Ræða við sveitarfélög í svipaðri stöðu. (t.d. Skútustaðarhreppur, Hornafjörður)
Fá Búfesti (Eirík) á næsta fund

 

Næsti fundur verður haldinn í Kjarna 16.10.2018 klukkan 16.30 í Kjarna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00