22. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

19.03.2015

22. fundur

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 22
Dags. 19.3.2015

22. fundur.
19. mars 2015 kl. 15:00
Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                          

Árni Pétur Hilmarsson, formaður      

Friðrika Sigurgeirsdóttir

Eiður Jónsson           

Freydís Arngrímsdóttir

Ari Teitsson í forföllum Ketils Indriðasonar              

                                                                                             

Dagskrá:

1.Ljósleiðari

Árni Pétur setti fund og bauð nefndarmenn velkomna. Árni gerði grein fyrir sínu sjónarhorni á skýrslu sem heitir Ísland ljósleiðaratengt sem starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar skilaði af sér nýlega. Umræður um þessa skýrslu og hvernig bæri að skilja hana. Árni nefndi  að lagður yrði grunnur að undirbúningi útboðsgagna til framhaldsvinnu við þennan undirbúning, og ráðinn yrði í hlutastarf  til þriggja mánaða verkefnisstjóri til að sjá um þennan undirbúning. Ari greindi frá samtali sínu við Gísla Sigurðsson sem er framkvæmdastjóri Tengils í Skagafirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Atvinnumálanefnd leggur til að ljósleiðaravæðing sveitarfélagsins fari í útboð.

Þetta er gert samk. ráðleggingum póst og fjarskiptastofnunar.

Útboð opnar á þann möguleika að sækja opinbera styrki til verkefnisins auk þess að fá sem hagkvæmast verð í framkvæmdina.

Einnig leggur Atvinnumálanefnd til að formanni nefndarinnar verði falið í samráði við sveitarstjóra að ráða verkefnastjóra til þess að útbúa útboðsgöng fyrir útboðið í allt að 30% starf í allt að þrjá mánuði.

Umræður um hvaða vinna þyrfti að fara fram til að hægt yrði að koma þessum hugmyndum í framkvæmd ef til kæmi.     Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.l

Ákveðið að reyna að setja þrýsting á þingmenn kjördæmisins til að fá þá til að  beita sér fyrir því að þriggja fasa rafmagn verði lagt með í þessari framkvæmd þar sem það er ekki fyrir.

Fundi slitið kl 16.10.