19. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

29.09.2014

19. fundur

Atvinnumálanefnd, fundur nr. 19
Dags. 29.9.2014

Atvinnumálanefnd - 29.09.2014

_________________________________________________________________________

19. fundur.

29. september 2014 kl. 16:00

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                          

Árni Pétur Hilmarsson, formaður      

Friðrika Sigurgeirsdóttir, fundarritari             

Eiður Jónsson                       

Freydís Anna Arngrímsdóttir

Ari Teitsson í forföllum Ketils Indriðasonar              

                                                                                             

Dagskrá:

1.            Erindisbréf og fyrirkomulag fundagerða

2.            Landbótaáætlun

3.            Samningur um refaveiðar -kynning

4.            Ljósleiðari - Kynning

           

1.    Árni Pétur setti fund og bauð nefndarmenn velkomna og skipaði Friðriku ritara og bauð síðan Dagbjörtu sveitarstjóra velkomna, en hún kom og afhenti erindisbréf atvinnumálanefndar. Dagbjört fór lauslega yfir erindisbréfið og benti á leiðir til að komast í þau lög sem nefndin gæti þurft að nota í sínum störfum.Dagbjört  fór einnig yfir form fundargerða nefnda sveitarfélagsins.

2.    Árni Pétur sagði frá að gera þyrfti landbótaáætlanir fyrir afrétti Austur og Vestur  Bárðdælinga. Hann er í viðræðum við viðkomandi fjallskilastjóra. Árna Pétri og Friðriku falið að vinna málið áfram.

3.    Árni kynnti samning um endurgreiðslu á kostnaði, á milli Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins um refaveiðar.

Komið hafa fram hörð mótmæli frá samtökum refaveiðimanna og ákvað nefndin í ljósi þess að fresta afgreiðslu málsins.

4.    Árni kynnti hugmyndir sem fram hafa komið  um að ljósleiða væða sveitarfélagið, og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna um þær athuganir sem fram hafa farið.Tengir hf. hefur unnið frumhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu á ljósleiðara á  öll lögbýli í sveitarfélaginu.

Ari kom með vangaveltur um, hvert ætti að vera starfssvið nefndarinnar og í hvaða málefnum nefndin ætti að láta til sín taka.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 17.30