18. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

08.05.2013

18. fundur

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 08. maí kl. 16:30

Fundarmenn

Friðrika Sigurgeirsdóttir
Vagn Sigtryggsson
Eiður Jónsson
Ásta H. Hersteinsdóttir
Ásta Svavarsdóttir

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitastjóri

Fundargerð ritaði: Ásta Svavarsdóttir

1.   Friðrika setti fund 16:30.

2.   Farið yfir fundargerð Íbúafundar er haldinn var  í Ýdölum 23. febrúar síðastliðinn um Búfjársamþykkt sveitarfélagsins.

Farið yfir tillögur frá Ólafi Dýrmundssyni.  Ákveðið að verða við tillögum Ólafs sem samrýmast þeim óskum sem komu fram á íbúafundinum að vinna betur í  Búfjársamþykktinni  og  fá lögregluna í samstarf  til að greina í sameiningu helstu svartbletti þar sem reynslan sýnir að mest er keyrt á búfé. Í framhaldinu verði óskað eftir formlegum viðræðum við Vegagerðina með tilvísun í 2. mgr. , 52 gr. Vegalaga nr. 80/2007. Þá þarf að gera úttekt á ástandi girðinga í kringum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.

3.   Minka- og refaveiðar. Farið yfir samninga við veiðimenn um refa- og minkaveiðar.  

Ákveðið að taka upp samninga við veiðimenn.  Sveitarstjóri lagði samninga fram til kynningar.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið 18:25