17. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

14.11.2012

17. fundur

haldinn á Hálsi miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:00

Fundarmenn

Friðrika Sigurgeirsdóttir
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir
Vagn Sigtryggson
Ásta Svavarsdóttir
Eiður Jónsson var forfallaður

Fundargerð ritaði: Ásta Svavarsdóttir

1. Athugasemdir vegna draga að búfjársamþykkt.

Athugasemdir bárust frá þremur búnaðarfélögum. Ákveðið að fella niður setninguna ,,vilja sveitarstjórnar” í 1. gr. og sett í samræmi við athugasemdir ,,lög og reglur”.

Þá var niðurlagi 6. gr. breytt eftirfarandi: ,,Verði ágangur eða tjón af völdum búfjár þrátt fyrir að vörslulínur uppfylli skilyrði skv. girðingalögum nr. 748/2002 áskilur Þingeyjarsveit sér rétt til að innheimta hjá búfjáreiganda útlagðan kostnað við handsömun og vörslu lausagöngufénaðar. “

Hins vegar telur nefndin rétt að lögfræðingur verði látinn yfirfara drögin.

2. Þóknun fjallskilastjóra.

Nefndin vekur athygli á að fjallskilastjórar hafa ekki fengið greidda þóknun eins og þeim ber samkvæmt erindisbréfi og hvetur sveitarstjórn til að ganga frá því.

3. Snjómokstur frá þjóðvegi að Goðafossi.

Að gefnu tilefni leggur nefndin til að sveitarstjórn beiti sér fyrir að mokað verði að Goðafossi reglulega.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið 22:30