13. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

01.02.2012

13. fundur

Fundarmenn

Ásta Svavarsdóttir
Friðrika Sigurgeirsdóttir
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir
Vagn Sigtryggsson
Garðar Jónsson (í forföllum Eiðs Jónssonar) 

Fundargerð ritaði: Ásta Svavarsdóttir

1.       Friðrika setur fund 20:10 og býður fundarmenn  velkomna.

2.       Skoðun skýrslu á beitarástandi á Þegjandadal, S-Þing.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 3. nóv. 2011  að leita eftir áliti sérfræðinga varðandi beitarþol og beitarstýringu á svæðinu.  Landgræðsla Ríkisins og Búgarður-Ráðgjafarþjónusta skiluðu skýrslu dagsettri 21.nóv 2011. Sú skýrsla lesin yfir.

3.       Samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi 3. Nóv. 2011 að fela Atvinnumálanefnd að vinna tillögu að samþykkt um búfjárhald í Þingeyjarsveit fyrir næsta vor. Vinna hafin við upplýsingaöflun og byrjað á drögum samþykktarinnar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 22:20.