Dagskrá:
1. SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE - 2307030
Sveitarstjóri fór yfir niðurstöður vinnufundar sem haldinn var í Skjólbrekku 12. febrúar sl.
Kynnt
2. Snjómokstur í Þingeyjarsveit - 2404007
Viðauki við samninga um snjómokstur rennur út 15. júní næstkomandi. Fyrir nefndinni liggur ákvörðun um framhald málsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að kalla saman þá aðila sem sinna snjómokstri fyrir Þingeyjarsveit á samráðsfund um fyrirkomulag á snjómokstri. Í framhaldi af fundinum er sviðsstjóra falið að leggja fram tillögu að endurskoðuðum reglum um snjómokstur í Þingeyjarsveit sem og útboðsgögn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar sem áætlaður er 6. maí nk.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 11.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.