5. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

07.03.2023

5. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna þriðjudaginn 07. mars kl. 10:00

Fundarmenn

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson
Soffía Kristín Jónsdóttir
Erlingur Ingvarsson
Hallgrímur Páll Leifsson

Starfsmenn

Linda Björk Árnadóttir

Fundargerð ritaði: Linda Björk Árnadóttir

 

Dagskrá:

 

1.

Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra - 2211054

 

Önnur umræða í málefnum félagsheimila innan sveitarfélagsins. Í Þingeyjarsveit eru fjögur félagsheimili. Eru þau í misjöfnu ástandi sem og nýting þeirra. Til umræðu er umfang starfseminnar innan veggja þeirra umliðin ár, nú og framtíðarhorfur.

 

Nefndin leggur til að ýtt verði undir atvinnusköpun tengt félagsheimilunum, einnig vill nefndin skoða samstarf við Arctic challenge varðandi matarmenningarviðburði í félagsheimilunum. Nefndin leggur til að formaður haldi viðræðum áfram við Arctic challenge.

Nefndin vill einnig skoða möguleika til þess að auka tekjur félagsheimilanna með leigu á rýmum innan þeirra. Einnig vill nefndin greina vannýtt rými innan félagsheimilanna og finna leiðir til að nýta þau betur. Lagt er til við sveitarstjórn að greina nýtingu rýma félagsheimilanna með það í huga finna hlutverk fyrir vannýtt rými.

Nefndin leggur til að formaður nefndar og formaður íþrótta- og tómstundarnefndar skoði mál félagheimilanna nánar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Nýsköpun í Norðri, staða verkefna í sameinuðu sveitarfélagi - 2209027

 

Önnur umræða nefndarinnar um málefni Nýsköpunar í norðri. Mikilvægt er að skoða verkefnastöðu innan NÍN og ákveða næstu skref.

 

Nefndin skoðaði verkefni NÍN og sér tækifæri í því að byggja á ákveðnum verkefnum.

Nefndin leggur til að ráðinn verði starfsmaður til að fara með mál atvinnu- og nýsköpunar. Starfsmaðurinn yrði frumkvöðlum sveitarfélagsins innan handar og sæji um að sækja fjármagn í styrktarsjóði og leiðbeina frumkvöðlum. Nefndin sér ótal tækifæri falin í því að styðja við frekari nýsköpun á svæðinu til að stuðla að aukinni atvinnuuppbygginu og verðmætasköpun.

 

Samþykkt

 

   

3.

Önnur mál, opin umræða. - 2301026

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.