16. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

09.12.2024

16. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Þingey mánudaginn 09. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Sigrún Jónsdóttir

Hallgrímur Páll Leifsson

Snæþór Haukur Sveinbjörnsson

Starfsmenn

Ingimar Ingimarsson

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Dagskrá:

 

1.

Áfangastaðaáætlun 2024 - 2406033

 

Arnheiður Jóhannsdóttir starfsamaður áfangastaðaáætlunar kom til fundar með fjarfundabúnaði og gerði grein fyrir áfangastaðaáætlun og störfum sínum.

 

Nefndin þakkar Arnheiði Jóhannsdóttur fyrir góða og upplýsandi kynningu.

 

Kynnt

 

   

2.

Samstarfssamningur - Mývatnsstofa - 2311029

 

Úlla Árdal framkvæmdastjóri Mývatnssstofu kom til fundar og fór yfir árangur af samstarfi við Þingeyjarsveit og fyrirhugað markaðsstarf árið 2025.

 

Nefndin þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með þann árangur sem orðið hefur í markaðsstarfi sveitarfélagsins. Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að auka fjármagn í markaðssetningu á sveitarfélaginu.

 

Kynnt

 

   

3.

Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag - 2309084

 

Lögð fram drög að samningi við refa- og minkaveðimenn ásamt auglýsingu eftir veiðimönnum. Einnig eru lagðar fram úthlutunarreglur fyrir styrki til kaupa á búnaði fyrir veiðimenn.

 

Nefndin samþykkir framlagðar tillögur með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögurnar.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl.11.15 .

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.