Fundargerð
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
09.12.2024
16. fundur
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
haldinn í Þingey mánudaginn 09. desember kl. 10:00
Sigrún Jónsdóttir
Hallgrímur Páll Leifsson
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Ingimar Ingimarsson
Dagskrá:
1. |
Áfangastaðaáætlun 2024 - 2406033 |
|
Arnheiður Jóhannsdóttir starfsamaður áfangastaðaáætlunar kom til fundar með fjarfundabúnaði og gerði grein fyrir áfangastaðaáætlun og störfum sínum. |
||
Nefndin þakkar Arnheiði Jóhannsdóttur fyrir góða og upplýsandi kynningu. |
||
Kynnt |
||
|
||
2. |
Samstarfssamningur - Mývatnsstofa - 2311029 |
|
Úlla Árdal framkvæmdastjóri Mývatnssstofu kom til fundar og fór yfir árangur af samstarfi við Þingeyjarsveit og fyrirhugað markaðsstarf árið 2025. |
||
Nefndin þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með þann árangur sem orðið hefur í markaðsstarfi sveitarfélagsins. Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að auka fjármagn í markaðssetningu á sveitarfélaginu. |
||
Kynnt |
||
|
||
3. |
Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag - 2309084 |
|
Lögð fram drög að samningi við refa- og minkaveðimenn ásamt auglýsingu eftir veiðimönnum. Einnig eru lagðar fram úthlutunarreglur fyrir styrki til kaupa á búnaði fyrir veiðimenn. |
||
Nefndin samþykkir framlagðar tillögur með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögurnar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl.11.15 .
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.