Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit.

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 80-100% starf.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðafólk nemenda.
Taka þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
Sinna verkefnum er varðar uppeldi og menntun nemenda sem yfirmanneskja felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Reynsla af starfi leikskólakennara er mikill kostur.
Góð íslenskukunnátta.