Verkefnastjóri veitna
Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða öflugan og framsækinn einstakling í starf verkefnastjóra veitna. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Starfið heyrir undir umhverfis- og framkvæmdasvið og er tímabundið til tveggja ára, með möguleika á framlengingu. Þingeyjarsveit rekur þrjár hitaveitur auk vatns- og fráveitna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur, viðhald og eftirlit veitukerfa og búnaðar
- Umsjón og eftirlit með tæknibúnaði hita-, vatns- og fráveitu
- Umsjón með gerð viðhaldsáætlana
- Umsjón með viðhaldi veitukerfa og endurnýjun mæla
- Vinna við viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir veitumannvirkja
- Innkaup á búnaði og verkefnastjórnun því tengt
Menntunar og hæfniskröfur
- Tæknimenntun s.s. verk- eða tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi og/eða reynsla af sambærilegum verkefnum
- Þekking af rekstri og framkvæmdum
- Þekking á áætlanagerð
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta og framsetning á efni í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
Sótt er um starfið á www.mognum.is
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is og Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, ingimar@thingeyjarsveit.is Umsóknarfrestur er til 24. mars. 2025 Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eins fljótt og hægt er eða eftir samkomulagi.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi. Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.