Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2023

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveitar auglýsir eftir tilnefningum og ábendingum vegna menningarverðlauna Þingeyjarsveitar 2023. Einstaklingar, hópar eða félagasamtök geta hlotið nafnbótina og tilnefningu skal gjarnan fylgja stutt greinargerð um viðkomandi. Þar skal fara yfir starf, viðburði og/eða þátt viðkomandi í að auðga menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu og vera öðrum fyrirmynd. Rétt til að tilnefna hafa öll félög og íbúar í Þingeyjarsveit. Tilnefningar skal senda á itmnefnd@thingeyjarsveit.is fyrir 1. júní næstkomandi. Verðlaunin verða afhent á hátíðarhöldum í sveitarfélaginu þann 17. júní n.k. Reglur um menningarverðlaun má finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar undir https://www.thingeyjarsveit.is/static/files/reglugerdir/reglur_um_menningarverdlaun_i_thingeyjarsveit.pdf