Ertu snyrtilegur snillingur?

Þingeyjarsveit auglýsir lausa til umsóknar 50% stöðu ræstitæknis við nýtt stjórnsýsluhús á Laugum. Um er að ræða starf við almenn þrif sem unnið er á dagvinnutíma.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur
  • Snyrtimennska
  • Skipulagshæfileikar
  • Þjónustulund og jákvæðni
  • Áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góður skilningur á hreinlætisstöðlum og verklagsreglum
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk.

Umsóknir skal senda á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

Laun og ráðningarkjör fara eftir kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september nk. eða eins fljótt og hægt er samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitar Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 844-3840 eða með fyrirspurnum á netfangið mholm @thingeyjarsveit.is

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.