206. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

15.12.2016

206. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 15. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir bæta á dagskrá undir 9. lið; Nýtt rekstrarleyfi – Hótel Laugar og aðrir liðir færast neðar á dagskrána sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

  1. Fundargerð Fræðslunefndar frá 05.12.2016
  2. Aflið – umsókn um rekstrarstyrk
  3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016
  4. Ný lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og breyting á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga
  5. Gjaldskrár 2017
  6. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2020 – síðari umræða
  7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.12.2016
  8. Endurnýjun á rekstrarleyfi – Gerði
  9. Nýtt rekstrarleyfi – Hótel Laugar
  10. Leigusamningur við Flugleiðahótel ehf.
  11. Dettifossvegur nr. 862
  12. Fundaáætlun sveitarstjórnar 2017

 

 

1. Fundargerð Fræðslunefndar frá 05.12.2016

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 5. desember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 5 liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar tillögum nefndarinnar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.  

2. Aflið – umsókn um rekstrarstyrk

Tekið fyrir erindi frá stjórn Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags.       1. desember s.l. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð  kr. 125.000 til að styðja við starfsemina.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2016:

a) 04- Fræðslumál, hækkun útgjalda kr. 30.000.000

b) 08- Hreinlætismál, hækkun útgjalda kr. 4.000.000

c) 57- Félagslegar íbúðir, hækkun útgjalda kr. 5.000.000

d) Rekstur eignasjóðs, hækkun 3.100.000

e) 05-Menningarmál, lækkun útgjalda kr. 3.100.000

f) 00-Fasteignaskattur, hækkun tekna kr. 12.000.000

g) Fjárfestingar eignasjóðs, lækkun  kr. 6.200.000

h) Fjárfestingar veitna, lækkun kr.  10.000.000

Hækkun útgjalda í fræðslumálum er vegna launa og kjarasamningsbundinna ákvarðana.  Hækkun útgjalda í hreinlætismálum er vegna einskiptiskostnaðar við breytingar á sorphirðu. Í félagslegum íbúðum er hækkun útgjalda vegna viðhaldskostnaðar og endurbóta á íbúð. Hækkun rekstarar í eignasjóði og lækkun rekstrar í menningarmálum er tilfærsla vegna framkvæmda við Bókasafn Reykdæla. Fasteignaskattur var hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Lækkun fjárfestinga í eignarsjóði og veitum er m.a. vegna tilboða sem voru hærri en kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir og framkvæmdum því frestað.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða viðauka við fjárhagsáætlun 2016, samtals að fjárhæð  10,8 millj.kr. sem mætt verður með handbæru fé. 

4. Ný lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og breyting á lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga

Þann 16. júní s.l. samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016, um húsnæðisbætur. Gildistökudagur laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur. Með 32. gr. hinna nýju laga um húsnæðisbætur var gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þar segir m.a. að sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning. Stuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði leigunnar. Sveitarfélög þurfa að taka afstöðu til þess hvort viðmið um 75% af húsnæðiskostnaði er notað eða eitthvað lægra hlutfall.

Sveitarstjórn samþykkir að húsnæðisstuðningur, til 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, verði 60% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.  

5. Gjaldskrár 2017

Gjaldskrár fyrir árið 2017 lagðar fram til samþykktar með eftirfarandi breytingum milli ára:

Sundlaugin á Laugum – óbreytt

Heimaþjónusta – óbreytt (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)

Flateyjarhöfn á Skjálfanda – óbreytt

Mötuneyti Þingeyjarskóla – óbreytt

Mötuneyti Stórutjarnaskóla – óbreytt

Hundahald – óbreytt

Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveita – óbreytt  (tekur breytingum á fasteignamati)

Vatnsgjald – hækkun 5%

Aukavatnsgjald – hækkun 5%

Brunavarnir – óbreytt  (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)

Leikskólar – hækkun  2,5%

Tónlistarskólar – hækkun  2,5%

Dagforeldrar – hækkun  2,5%

Hreinsun, tæming og losun rotþróa – hækkun  5%

Félagsheimili – hækkun  5%

Seigla – miðstöð sköpunar – hækkun  5%

Hitaveita – hækkun  10%

Sorphirða – hækkun  15%

Framlagðar gjaldskrár 2017 samþykktar samhljóða. Gjaldskrár 2017  verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

6. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2020 – síðari umræða

Fjárhagsáætlun 2017-2020 lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni ásamt skrifstofustjóra  sem mætti til fundarins undir þessum lið.

Í fjárhagsáætlun 2017 eru áætlaðar skatttekjur 791,6 m.kr. en heildartekjur 1.023,4 m.kr. Áætluð rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 19,2 m.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta er jákvæð um 10,2 m.kr. Veltufé frá rekstri er 62,4 m.kr. Áætluð upphæð til fjárfestingar er 74,2 m.kr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu að fjárhæð 75 m.kr. Í áætlun fyrir árin 2018, 2019 og 2020 er gert ráð fyrir  jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta og samstæðu A og B hluta öll árin.

Hvað varðar helstu fjárfestingar og framkvæmdir þá er áætlað að ljúka framkvæmdum í vatnsveitu á Laugum og við gámavöll á Stórutjörnum. Frekari framkvæmdum við Goðafoss eru á áætlun og lagning ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengir hf. Einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir við lóð leikskólans Krílabæjar.

Framlögð fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2017-2020 samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúum A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.  

7. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.12.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. desember s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 5 liðum.

1. liður fundargerðar; Árhólar í Laxárdal, umsókn um heimild til landskipta.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna.

2. liður fundargerðar; Hólar í Laxárdal, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna.

3. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, beiðni um umsögn.

Sveitarstjórn tekur undir álit nefndarinnar um að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og því skuli hún ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka 6. gr. laga nr. 106/2000. Einnig tekur sveitarstjórn undir sjónarmið Skipulagstofnunar um að tryggt verði að vatnsstreymi um mýrina vegna lagningar aðrennslispípu og veglagningar verði óheft og gerð verði vöktunaráætlun um grunnvatnsstöðu og vatnsrennsli um votlendið sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

8. Endurnýjun á rekstrarleyfi – Gerði

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2. desember s.l.   þar sem Ragnheiður Árnadóttir sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu heimagistingar og gistingu í sumarhúsi við Gerði á Laugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfisins fyrir sitt leyti.

9. Nýtt rekstrarleyfi – Hótel Laugar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 15.desember s.l. þar sem Guðmundur Halldórsson sækir um, sem forsvarsmaður fyrir Hótel Lauga ehf., nýtt rekstrarleyfi á sumaropnum fyrir Hótel Lauga á Laugum í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.  

10. Leigusamningur við Flugleiðahótel ehf.

Fyrir fundinum liggur leigusamningur til samþykktar milli Flugleiðahótels ehf. og Þingeyjarsveitar um leigu á Stórutjarnaskóla til reksturs sumarhótels árin 2018 til og með 2023.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi leigusamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

11. Dettifossvegur nr. 862

Í frumvarpi til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið uppá. Markaðsstofa Norðurlands sendi frá sér yfirlýsingu í liðinni viku þar sem hún gagnrýnir harðlega frumvarpið. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að ákvörðun ríkisins um að draga til baka fyrri ákvörðun um fjármögnun á Dettifossvegi sé áfall fyrir ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum og Norðurland í heild sinni.

Sveitarstjórn tekur undir yfirlýsingu Markaðsstofu Norðurlands og skorar á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til þess að tryggja fulla fjármögnun á samgönguáætlun sem er nýbúið að samþykkja á Alþingi.

12. Fundaáætlun sveitarstjórnar 2017

Fundaáætlun sveitarstjórnar tekin til umræðu. Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að fundaáætlun fyrir fyrri hluta árs 2017:

12. og 26. janúar

9. og 23. febrúar

9. og 23. mars

6. og 27. apríl

11. maí

1., 15. og 29. júní

Fyrsti fundur eftir sumarfrí  áætlaður 17. ágúst

Samþykkt samhljóða.

Í lok fundar þakkaði oddviti sveitarstjórn og starfsfólki ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15