205. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

01.12.2016

205. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Eiður Jónsson í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2020 – umræða
  2. Gjaldskrár 2017 – umræða
  3. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 17.11.2016
  4. Fundargerð Fræðslunefndar frá 28.11.2016
  5. Kvennaathvarfið – umsókn um rekstrarstyrk

 

1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2020 – umræða

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2020 tekin til umræðu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni, forsendum og þeim breytingum sem orðið hafa milli umræðna.

Sveitarstjórn samþykkir með vísan í 3. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995, að fasteignaskattur fyrir árið 2017 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,65% í C flokki.

Með vísan í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2017 verði óbreytt eða 14,52%. 

Fjárhagsáætlun 2017-2020 vísað til síðari umræðu.

 

2. Gjaldskrár 2017 – umræða

Gjaldskrár 2017 teknar til umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi gjaldskrár verði óbreyttar fyrir árið 2017:

Sundlaugin á Laugum

Heimaþjónusta (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)

Flateyjarhöfn á Skjálfanda

 

Mötuneyti Þingeyjarskóla

Mötuneyti Stórutjarnaskóla

Fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveita (tekur breytingum á fasteignamati)

Hundahald

Brunavarnir (tekur breytingum á vísitölu neysluverðs)

 

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2017:

Leikskólar 2,5%

Tónlistarskólar 2,5%

Dagforeldrar 2,5%

Hreinsun, tæming og losun rotþróa 5%

Félagsheimili 5%

Seigla – miðstöð sköpunar 5%

Hitaveita 10%

Sorphirða 20%

 

Samþykkt að hækka vatnsgjald úr 0,20 % af fasteignamati í 0,21%  og aukavatnsgjald úr 0,40% af fasteignamati í 0,42%. Einnig samþykkt að fella niður gjaldskrá vinnuskóla. Gjaldskrárbreytingum vísað til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017 og síðari umræðu.

 

3. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 17.11.2016

Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 17. nóvember s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar tillögum nefndarinnar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.  

 

4. Fundargerð Fræðslunefndar frá 28.11.2016

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 28. nóvember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar tillögum nefndarinnar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.

 

5. Kvennaathvarfið – umsókn um rekstrarstyrk

Tekið fyrir erindi frá Margréti Marteinsdóttur, f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dags. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að fjárhæð   150.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

Til kynningar:

a)      Fundargerð 288. fundar stjórnar Eyþings

b)     Ályktun aðalfundar Eyþings 2016

c)      Ályktun frá grunnskólum Þingeyjarsveitar

d)     Fundargerð 27. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:20