85. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

15.12.2016

85. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 15. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              
Hlynur Snæbjörnsson                            
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. Árhólar í Laxárdal.  Umsókn um landskipti.
  2. Hólar í Laxárdal.  Umsókn um landskipti.
  3. Hólsvirkjun.  Beiðni um umsögn
  4. Ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum.  Tillaga að vinnureglum skipulags- og umhverfisnefndar vegna útgáfu byggingarleyfa..          
  5. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar á vormisseri 2017.

 

1. Árhólar í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.                                S20161102.

Erindi dags 3. nóvember 2016 frá Hallgrími Hallssyni, Árhólum Laxárdal, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta undir ferðaþjónustuhús út úr óskiptu landi Hóla og Árhóla í Laxárdal skv. hnitsettu mæliblaði frá Búgarði dags. 8. nóvember 2016, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Árhóla.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna.

2. Hólar í Laxárdal.  Umsókn um heimild til landskipta.                                    S20161103.

Erindi frá Jóhannesi Kristinssyni f.h. Aðaldals ehf, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóðarhluta undir ferðaþjónustuhús út úr óskiptu landi Hóla og Árhóla í Laxárdal skv. hnitsettu mæliblaði frá Búgarði dags. dags. 8. nóvember 2016, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Hóla.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna.

3. Hólsvirkjun.  Beiðni um umsögn                                                                      S20160401

Erindi dags. 30 nóvember 2016 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir að Þingeyjarsveit gefi umsögn í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Í umsögn skal koma fram eftir því sem við á, hvort Þingeyjarsveit telji að nægjanlega sér gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.  Einnig  óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi, fram eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að nægjanlega sér gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og leggur til við sveitarstjórn að hún taki undir álit nefndarinnar um að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.

Nefndin tekur þó undir sjónarmið Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 22. nóvember 2016 um að

tryggt verði að vatnsstreymi um mýrina vegna lagningar aðrennslispípu og veglagningar verði óheft  og gerð verði vöktunaráætlun um grunnvatnsstöðu og vatnsrennsli um votlendið sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd.

Vegna fyrirspurnar Skipulagsstofnunar skal tekið fram að skipulagsvaldið er í höndum Þingeyjarsveitar sem einnig er leyfisveitandi vegna útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar virkjunarframkvæmdar.

4. Ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum.  Tillaga að vinnureglum skipulags- og umhverfisnefndar vegna útgáfu byggingarleyfa.                                            S20161201

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að vinnureglum skipulags- og umhverfisnefndar vegna útgáfu byggingarleyfa fyrir ferðaþjónustuhúsum á landbúnaðarsvæðum skv. ákvæðum í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir vinnureglurnar.

5. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar á vormisseri 2017.

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram eftirfarandi tillögu að fundardögum á vormisseri 2017:

18. janúar

16. febrúar

16. mars

19. apríl

24. maí

22. júní.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framangreinda fundardaga.

 

Fundi slitið.