Íbúafundir um úrgangsmál í Þingeyjarsveit

Opnir upplýsingafundir um úrgangsmál verða haldnir í sveitarfélaginu dagana 15. og 16. febrúar næstkomandi. Miðvikudaginn 15. febrúar verður fundur í Stórutjarnaskóla og hefst hann klukkan 20:00. Fimmtudaginn 16. febrúar verður síðan fundur í Ýdölum og hefst hann klukkan 20:00.

Helgi Pálsson frá Gámaþjónustu Norðurlands og Jónas Halldór Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda hjá Þingeyjarsveit mæta á fundina. Fjallað verður um úrgangsmál, flokkun og nýjan gámavöll sem staðsettur er að Stórutjörnum. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundina.