Frístundakort í Þingeyjarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 1. desember síðastliðinn var samþykkt að taka upp frístundakort á árinu 2017 fyrir ungmenni búsett í sveitarfélaginu, frá 1. bekk grunnskóla til 17 ára  (að þeim degi sem 18 ára aldri er náð) að upphæð 10.000 kr. á barn. Markmiðið er að styðja við og hvetja til þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu sveitarfélagsins og á skrifstofunni í Kjarna

Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk